Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ennþá sama siðspillingin og auðhyggju græðgin nú hjá skilanefndum og slitastjórnum bankanna.

Nú er að koma í ljós að þeim sem falið var að moka flórinn hjá Landsbanka og Glitni fá 6 - 7 milj.kr.í mánaðarlaun.Hér er um að ræða svonefndar skilanefndir og slitastjórnir " valin kunnra manna fjármála sérfræðinga ".Þessi laun svara til 9 þúsund kr.á tímann allan sólarhringinn. og nema nú hundruðum miljóna kr.Ætlar þessari fjármálaóreiðu aldrei að linna sama hver stjórnar þjóðarskútunni.Á sama tíma og ríkisstjórnin boðar nú 40 miljarða samdrátt og skattahækkanir er hundruðum miljóna kr.afhentar sérvöldum gæðingum peningavaldsins.

Hvar er skjaldborgin,sem forsætisráðhr.lofaði þjóðinni,heimilin í landinu hafa ekki séð hana og hafa litlar sem engar væntingar frá hinni miskunnarlausu og óhæfu ríkisstjórn.Ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar á flestum sviðum stjórnsýslunnar eru nánast daglegir viðburðir.Ruglandi sem stafar  af þekkingarskorti má ryðja úr vegi með meiri þekkingu,en vísvitandi rangfærslur og bein ósannyndi er afar erfitt að ráð bót á.


Nú er ýmsum brögðum beitt til að öðlast samúð þjóðarinnar.Ótti um afdrif sín.

Nú ganga þeir fram með tárvot augu sem brugðust starfsskyldu sinni og þjóðinni á  löggjafarþinginu.Upphafið hófst reyndar eins og kunnugt er þegar ríkisbankarnir voru seldir til fyrirfram ákveðinna Framsóknar - og Sjálfstæðismanna,sem höfðu litla sem enga þekkingu á rekstri banka.Augljóst var frá upphafi að flokkarnir ætluðu að nýta sér tryggann aðgang að fjárreiðum bankanna.Reyndar tókst þeim það fyrstu árin,en síðan varð frjáls - og auðhyggjan í bönkunum að óviðráðanlegri græðgi.Útrásin varð að einhvers konar ímynd hinna ríku og flottu,sem heilluðu verulegan hluta þjóðarinnar,enda ríkulega studdir af ráðamönnum flokkanna og ekki síst forsetanum.Það má segja að þessar blekkingar bankanna með meintri aðstoð ríkisstjórna,Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi gert græðgisklíkum  bankanna kleyft að tæma þá rétt áður en þeir hrundu beint fyrir framan þær eftirlitsstofnanir,sem áttu að hafa lögformlegt eftirlit með þeim.

Nú þegar nefndin hefur skilað sínum gögnum til löggjafarþingsins og staðfest er að stærstum hluta af fjármunum bankanna var hreinlega stolið og að þjóðin verði að greiða hundruð miljarða fyrir þessi afbrot þeirra.Afleiðingar þessa þjófnaða leiðir m.a.til þess að að ríkissjóður hefur ekki fjármuni til að hjálpa tugþúsundum heimila frá gjaldþrotum.

Nú er hafin tímabundin útganga þingmanna af þinginu,sem með einum eða öðum hætti tengdust þessum meintu afbrotum.Það er lengi búið að segja þjóðinni ósatt og falsa fréttir á þessum vettvangi.Nú þegar menn vitna um ógæfu sína með tár á vanga til að öðlast samúð þjóðarinnar  er hætt við að uppskeran verði eins og til var sáð.

 


Hundavaðs - og illskynjanlegar lausnir félagsmálaráðhr. v/ íbúðalána..

Þjóðin er búin lengi lengi að bíða eftir tillögum og aðgerðum varðandi úrlausnir íbúðarlána.Þá loksins fyrstu tillögur berast eru þær þannig framsettar að varla skilur nokkur maður hvað vakir fyrir ráðherranum.Lækka mánaðarlegar greiðslur,sem svarar 3.ára lengingu lána? Viðmiðun verðtryggðra húsnæðislána er miðuð við vísitölu 1.jan.2008 og 2.maí gengistryggðra lána.

Engar tillögur eru um aðgerðir  banka og stjórnvalda v/höfuðstóls íbúða - og bifr.sem eru flestum lántakendum óbærilegar.Í besta falli verði þeir varðir tímabundið við gjaldþrotaaðgerðum.Hvernig ættu íbúðareigendur  að geta losnað við húsnæði sitt,sem væru veðsettar síhækkandi höfuðstóli um 20 - 40 % yfir eignarverði íbúða.

Allar svona tillögur eru engar úrlausnir í húsnæðismálum meðan verðbólgan og verðtryggingar leika lausum hala og krónan flýtur stjórnlaus milli verðbréfa braskara.

 


Frystu fiskmeti úthlutað óheypis til heimila,sem þurfa á því að halda.

Ljóst er fjöldi heimila á ekki peninga til daglegra matarkaupa.Ríkið ætti að heimila fiskveiðar á nægu magni fyrir þessi heimili og greiða útgerðarkosnað þar að lútandi.Einnig þarf að koma upp frysti - og kæligeymslum.Hér er ekki um stórar fjárupphæðir að ræða,fiskurinn er sameign þjóðarinnar,sem ekkert þarf að greiða fyrir.

Hjálparstofnanir myndu skipuleggja og framkvæma afhendingu fisksins samkvæmt ákveðnu úthlutunarkerfi,svo fiskmetið færi til réttra aðila.Fiskur er eins og kunnugt er á mjög háu verði í verslunum og ekkert bendir breytinga á því.


Niðurgreiddur matur þingmanna á meðan þúsundir landsmanna skortir mat.

 Hvert sem maður fer heyrir maður frásagnir af fjárvana fólki,sem ekki getur greitt afborganir og vexti af íbúðarlánum og neyðin er slík hjá þúsundum heimila,sem verða stöðugt að leita til hjálparstofnana vegna fjárskorts fyrir daglegum nauðsynjum.Þetta ástand fer síversnandi á sama tíma situr ríkisstjórnin,alþingsmenn og starfsmenn þingsins aðgerðarlaus og háma í sig niðurgreiddan mat á kosnað fólksins í landinu.Reyndar gildir sama um starfsmenn ráðurneyta og ýmsar stofnanir ríkisins.

Ríkisstjórnin átti fyrst af öllu í sínum fjárhagslegu aðgerðum að skoða ástand og lífsafkomu sinnar eigin þjóðar og meta síðan hvort hægt væri bæta  Bretum  og Hollendingum hluta af því tjóni,sem þeir urðu fyrir.Nú er komið að skuldadögum,þá er  þjóðin sett niður í hyldýpi erlendra skulda, launalækkanir  og skattahækkun. Á sama tíma hækkar einnig allt verðlag á vörum og þjónustu.

Nú er  þjóðin loks búin að fá meira en nóg af afleiðingum græðginnar og blekkingum stjórnvalda.Þjóðin lifir í hvíldarlausum ótta við fjárhagslegar afleiðingar fortíðar og því sem við tekur í fjármálum ríkisvaldsins .Nú eru það heimilin í landinu sem munu innan tíðar mótmæla og krefjast leiðréttingar á sínum kjörum,ella víki ríkisstjórnin og viðtaki utanþingsstjórn.


Icesave málið verður ekki óbreytt samþykkt á alþingi.

Icesave samkomulagið stenst ekki,þar sem engin ríkisábyrgð er á Tryggingasjóði innistæðu eigenda.Enginn ísl.ríkisábyrgð verði fyrr en eftir samþykkt alþingis.

Það er augljóst að ekki var leitað eftir viðeigandi ráðgjöf innan eða utanlands áður en Icesave samkomulagið var undirritað. Um það eru okkar færustu lagafrófessorar og hæstaréttalögmenn sammála.Íslendingar verða að óska eftir nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga og viðurkenna um leið handvöm og kunnáttuleysi  sitt við samningsgerðina bæði er lýtur að lagalegum og fjárhagslegum þáttum málsins.

Þó við ljúkum þessu máli ekki með reisn úr því sem komið er,skulum við samt í lokin gera það á  lögformlegan  og drengilegan hátt. 


Eldsneytisverð hækkar um 12,5 kr.lítirinn.Lengi getur vont versnað

Vegna breytinga á vörugjöldum 28.maí s.l.hækkar eldsneytisverð um 12,5 kr.lítirinn.Þegar " eldri " byrgðir bensín stöðvanna eru búnar hækkar verðið um næstu mánaðarmót.

Þessi hækkun kemur svo fram í neysluvísitölunni og hefur því bein áhrif á verðbólguna.Tekjur ríkissjóðs sem aflað er með þessum hætti mun eðlilega koma fram í minni eldsneytisnotkun bifreiðanotenda og þannig mun þessi hækkun ekki skila sér í ríkissjóð nema að litlu leiti þegar upp er staðið og dæmið reiknað til enda.

Hins vegar mun þessi hækkun neysluvísitölu m.a.koma verst við skulduga íbúðaeigendur  og bifreiðaeigendur.Ríkisstjórnin verður að forðast hækkanir sem leiða beint til aukinnar verðbólgu,endurskoðun og breyting á neysluvísitölunni er löngu tímabær.


Icesave málið á að útkljá fyrir dómi - það er hin lögformlega leið.

Hinar innbyggðu meinsemdir samningsins geta hæglega gert út af við íslenska hagkerfið.Sjö ára lenging samningsins á 650 miljarða láni er engin úrlausn,þjóðin þarf að greiða 36 miljarða í árlega vexti og síðan fulla afborgun og vexti af láninu þar næstu sjö árin.Íslenska þjóðin hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að greiða slíkar upphæðir.

Eignir Landsbankans í Englendi hafa ekki verið metnar,enda fullkomin óvissa um hvort takist að selja þær.Allar tölur um að fyrir þessar eignir fáist 75 - 95 % til greiðslu heildarskuldarinnar eru hreinar tilgátur.

Við eigum eina leið sem ekki hefur verið fullreynt  að láta á það reyna að málið verði útkljáð fyrir dómstólum.Það er sú leið sem lýðræðisþjóðir eiga að viðhafa við úrlausnir slíkra mála.Bretar og Hollendingar  geta ekki skotið sér undan slíkum málaferlum með aðstoð ESB ríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Ef sú yrði raunin verður auðvelt fyrir okkur Íslendinga að hafna aðild að ESB.

Ég skora á löggjafarþingið að hafna þessum tillögum ríkisstjórnarinnar,sem ætti að segja af sér og  þjóðstjórn  taki við eins fljótt og auðið er.Það má segja að fullreynt sé að íslensk stjórnvöld komi okkur í höfn,þrjár ríkisstjórnir hafa fengið tækifæri að koma þjóðinni út úr kreppunni,en öllum mistekist Þau ótíðyndi sem nú herja á þjóðinni verður svarað af henni með skýrum hætti næstu daga.

 


Ætlar Steingrúmur J.að koma í veg fyrir viðræður um inngöngu í ESB

Þá loksins tókst að fella íhaldið og vinstri flokkarnir náðu meirihluta virðast VG.ætla að koma í veg fyrir aðildarviðræður við  ESB og að þjóðaratkvæðagreiðla fari fram um málið.Afstaða VG er ólýðræðisleg að reyna að fyrirgirða aðkomu þjóðarinnar  að málinu.Maður hefði þó haldið að þeir vildu rýmka lýðræðið og jafnframt efla frelsið.

Persónulega legg ég ekkert mat á inngöngu í bandalagið fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir.Ljóst má þó öllum vera að sameignir þjóðarinnar koma ALDREI til greina að verða hluti af slíkum  samningi við bandalagið.

Það ætti öllum að vera ljóst að þjóðin verður að fá nýja örugga mynt til að skapa nýjan grundvöll í viðskipa - og efnahagsmálum.Þessar kreppulækningar á krónunni hafa og munu ekki gera hana nothæfa.

 

 


Blind rangsleitni auðhyggjunnar gerðu íhaldið og framsókn að þrælum græðginnar.


 


Auðhyggjan og græðgin hafa valdið ósvífnum og  hrokafullum  blekkingaráróðri í þjóðskipulagi sérhagsmuna og frjálshyggju kapitalisma um langan tíma .Hinar  innbyggðu meinsemdir auðhyggjunnar græðgin í formi einokrunar og fákeppni hefur stöðugt náð meiri tökum á viðskiptalífi þjóðarinnar.Þegar allt svo hrundi var búið að grafa undan meginefnahagsstoðum þjóðarinnar og nokkrir frjálshyggjumenn með aðstoð ríkisstjórnarinnar búnir að leggja undir sig  stærstu fjármálastofnanir landsins s.s. banka og nánast flest verðmætustu inn - og útflutingsfyrirtæki.

Allt var þetta gert með samþykki  Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.,sem seldu flokksbræðrum sínum öll helstu ríkisfyrirtæki þjóðarinnar á gjafverði.Þessa flokka vill þjóðin nú burt úr íslensum stjórnmálum,sem skilja eftir sig 1100 miljara þjóðarskuld. Viðskilnaði þessa flokka má þjóðin aldrei gleyma.Öll þau meintu fjársvikamál og glæpir sem að baki standa verða aldrei að fullu upplýstir,en af þeim eigum við að læra hvað ber að forðast um alla framtíðgrundvallast á.

 Nú ber að rýmka frelsið og efla lýðræðið,halda í heiðri heiðarlegar rökræður og skynsamlega gagnrýni.Tveir vel mannaðir vinstri flokkar eiga að geta og verða að byggja upp heilbrigðan pólutískan  vegvísir, sem  menningar - og heiðarlegt þjóðfélag grundvallast á.

Loksins er stundin að renna upp,nú verða Jafnaðarmenn hvar í flokki sem þeir standa að sameinast og sigra  með glæsibrag.Látum auðhyggjuna og græðgina renna sitt síðast skeið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband