Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Æskilegt að þjálfarar knattspyrnuliða hafi tak á tungu sinni -

Nú er það Guðjón Þórðarson um leik Keflav.og ÍA.Menn verða að bera virðingu fyrir íþróttinni og náttúrlega sjálfum sér.Hafi menn eitthvað út á dómarana að setja eiga menn að kvarta í kyrrþey eða kæra skriflega til réttra úrskurðaraðila.Ekki vera að blaðra út um víðan völl og afsaka getuleysi liðs síns með því að andstæðingurinn hafi haft rangt við eða dómarinn hafi verið hlédrægur.

Knattspyrnan er vinsælasta íþróttagrein veraldar.Innan sem utan vallar er alls konar lýður,sem skyggir á íþróttaleiki sökum ölvunar og óspekkta.Við Íslendingar höfum að mestu verið lausir við þenna ófögnuð og vonandi verður það svo um ókomna tíð.


mbl.is Ummæli Guðjóns til umfjöllunar hjá aganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband