Langavitleysa ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna heldur áfram.

Í dag birtist þjóðinni lokasvar ríkisstjórnarinnar við skuldavanda heimilanna.Þær nýju aðgerðir sem nú er greint frá er samansafn af óskilgreindum úrlausnum með hliðstæðum rökum og fyrri tillögur ríkisstjórnarinnar.Haldið er áfram að ýta á undan sér skuldum heimilanna og lengja jafnframt í  skuldahalaanum.

Séu þetta einu úrlausnir ríkisstjórnarinnar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar,þá er ljóst að  blekkingaráróðurinn nær ekki tilgangi sínum til kjósenda.Það er eins og ríkisstjórninni sé fyrirmunað að hugsa skýrt og rökrétt þegar skuldamál heimilanna eru annars vegar.Höfuðstólar skuldanna hækka sífellt á meðan allar eignir stórlækka í verði.Það er vegið að ofan og neðan að heimilum í landinu.

Verðtryggingin er höfuðvandamálið,verði hún ekki aflögð tekst aldrei að leysa heimilin undan því oki,sem á þeim hvílir.Bankarnir og ríkissjóður hafa látið lántakendur  bera allan kosnað af verðtryggingunni.sem sett var á til bráðabyrða fyrir 26 árum.Engin þjóð í Evrópu er með verðtryggingu innan sinna efnahagsmála,enda skekkir hún alla eðlilega lífsafkomu heimilanna.Þjóðina hefur skort einingaranda í þessum málum,nú hefur ríkisstjórnin lagt fram aðgerðaplan,sem leysir engan vanda,hún er að ranghverfa staðreyndum og blekkja fólk.Þjóðin verður að standa saman með aðgerðum sem þingið skilur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband