Landsdómur í sjálfheldu vegna félagslegrar og persónulegrar vináttu þingmanna.

Sá sterki einingarandi og félagsleg samstaða,sem ríkir meðal þingmanna alþingis virðist gera þá vanhæfa að geta samþykkt eða hafnað með sjálfstæðum hætti afstöðu sinni um sekt eða sakleysi ráðherranna.Þetta hefur komið berlega fram eftir að þingnefndin skilaði tillögum og álitsgerðum í málinu.

Þarna kemur fram,sem reyndar löngu var vitað um  ósjálfstæði kjark -  og getuleysi þingmanna í stað þess að standa fast á sínum persónulegu skoðunum.Við verndum og rýmkun ekki lýðræðið með svona vinnubrögðum.

Það er einföld sjálfsvörun að segja já eða nei þegar sannfæring manns,heiðarleiki og siðferði bendir okkur á réttar niðurstöður. Það er stundum sagt að það sé auðveldara að vera kjáni en vitmaður,en ganga veginn gegn betri vitund og svíkja land og þjóð,það er versta niðurstaðan.

Það verður fylgst með þinginu og sérhverjum þingmönnum næstu daga.Við verðum að ná fram stöðugleika í efnahagslífi og stjórnsýslu þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband