Aðeins 13 % þjóðarinnar styður nú löggjafarþingið - ranglátt og ólýðræðislegt stjórnarfar.

Hin miskunnarlausa og ranga stjórnsýsla þings og ríkisstjórna undanfarin ár hefur grafið undan trausti þjóðarinnar.Það er afar slæm þróun fyrir land og þjóð  ef hún getur ekki treyst löggjafarþinginu.Öllum eru ljósar stjórnsýslulegar afleiðingar af náinni samvinnu   stjórnmálamanna og spilltra fjársýslumann sérstaklega á sviði bankastjórna og í sjávarútvegi.Að baktryggja sig hjá valdhöfunum í gegnum pólitíkina hefur verið mikil meinsemd í þjóðfélaginu.Íhaldið og Framsóknarfl. hefur meira en í hálfa öld tekist að viðhalda kjörfylgi sínu og völdum með þessum hætti.Nú er spilaborgin hrunin a.m.k.tímabundið,en hvað vex upp úr skuldafeninu,tortímir kannski græðgin sér og dregur niður með sér í fallinu tugþúsundir láglaunamanna.

Þegar þjóðin styður ekki lengur auðhyggjuöflin og græðgina og aðeins 13% þjóðarinnar  styður alþingi , er kominn rétti tíminn til að velta af sér hinu pólitíska fargi.Það er hægt með samtakamætti og rökréttum aðgerðum að losa sig við núverandi löggjafarvald og koma á utanþingsstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband