Ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar og alþingi taldi sig ekkert vita um aðdraganda að bankahruninu.

Þessar yfirlýsingar ráðhr.og þingmanna eru ósannyndi og beitt í þeim tilgangi að reyna að hreinsa mannorð sitt og getuleysi..Það vissu allir að fall krónunnar úr 58 kr.í 140 kr.per dollara á skömmum tíma og lokun á erlendum lánveitingum til ísl.banka og fyrirtækja var undanfari bankahrunsins,auk þess sem  margföldun á lánveitingum og ýmsu fjársýslubraski ísl.banka  hér og erlendis voru ekki í neinu samræmi við fjármálastöðu Seðlabankans á þeim tíma.

Hafi hins vegar  ráðhr.og þingmenn ekkert vitað um aðdraganda bankahrunsins eins og þeir halda fram ,þá voru þeir og eru með öllu óhæfir að sinna hlutverkum sínum á löggjafarþinginu.Þegar þingið stendur aðgerðarlaust andspænis stærstu og alvarlegustu fjársvikamálum þjóðarinnar,þá gaf þjóðin þinginu  aðeins 13% fylgi í skoðunarkönnun.Þjóðin hefur augljóslega gefist upp á þjóðskipulagi frjálshyggju kapítalisma,sem grundvallast hefur af stærstum hluta af græðgi og öðrum innbyggðum meinsemdum gróðaveganna.Verum samt þess minnug að ítrekað val kjósenda á stjórnmálamönnum og flokkum á stærstan hlut í hvernig komið er fyrir þjóðinni. Þjóðin veit á hverju réttarfarslýðræði byggist,hún verður að kunna að velja rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband