Sjálfseyðingarhvöt smáflokka tryggir Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Eins og kunnugt er eru ráðagerðir uppi hjá öryrkjum og öldruðum að bjóða fram í sitt hvoru lagi til alþingiskosninga.Framtíðarlandið íhugar einnig að bjóða fram og Frjálslyndifl.tvístrast hugsanlega í tvö framboð.Allir þessir aðilar telja sig óánægða með ríkisstjórnina og vilja fella hana.Það er ótrúleg skammsýni að stofna til svona margra framboða,það er bara vatn á millu ríkisstjórnarfl.Jafnaðarmenn eru að grafa sýna eigin gröf með svona smáflokkaframboðum,þeir hafa reynslu af því í gegnum árin,og satt best að segja hélt maður að Samfylkingin myndi geta haldið þessum flokksbrotum innan sinna vébanda.

Manni fallast hendur að vera áhorfandi að þessu pólutíska rugli,þar sem kjósendur hlaupa í sitt hvora áttina,allir ætla að bjarga öllum.Við hvert nýtt framboð  fitnar púki íhaldsins á fjósabitanum og er sjálfsagt farinn að spá í hverjum hann bíður upp í til sín,eins og íhaldið hefur alltaf gert.Engin breyting er í sjónmáli á þessu munstri, ef fer sem horfir með öll þessi smáflokkaframboð.

Ellert Schram lýsir þessu ágætlega í grein sínni í Fréttablaðinu í dag og segir þar að umræddir smáflokkar hafi skipað sér í raðir sjálfsmorðssveita  íslenskra stjórnmála.Stjórnarandstaðan hefur meiri hluta kjósnda á bak við sig,ef þeim auðnast að standa saman í einni órjúfandi fylkingu.Ég er gamall krati og skora á ykkur að vera í einu og sama liði,ef þið berið ekki gæfu til þess,kann ég ekkert úrræði við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta allt saman hjá þér , Kristján.

Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegarinn og ræður þar með öllu um framtíðina fari svo að við sem erum á öndverðum meiði við hann, dreifum afli okkar tvist og bast .... ég held að herhvötin sé að fylkja liði fremur en að tvístra því 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 02:00

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég veit að íhaldið skipuleggur þessar smáflokkaherdeildir,þær gagnast bara þeim.Það er alltaf nóg  til af arfavitlausa framapoturum og auðtrúa kjósendum.Að stórum hluta detta atkvæði þessara smáflokka dauð niður eða íhaldið kaupir þá upp.Afar einfalt, það þarf ekki að rannsaka það.

Kristján Pétursson, 4.2.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband