Feluleikur íhaldsins heldur áfram í Baugsmálinu.Samsæriskenningar hugleysinga.

 

Þegar hið  innihaldslausa blaður bréfsins er skoðað ,er kannski eðlilegt að höfundur vilji ekki koma fram undir nafni.Lögfræðileg útfærsla bréfritara á Baugsmálinu í þessu bréfi, er svo samantvinnuð af hatri og samsæriskenningum,að það rennur saman í eina löngu vitleysu.Ég ætla því ekki efnislega að fara að eyða tíma í að rekja efnisþætti málsins.

Ég hef áður lýst skoðun minni á upphafi rannsóknarinnar með kæru Jóns Geralds á forsvarsmenn Baugs,að umfang frumrannsóknarinnar hafi ekki verið í neinu samræmi við efnisinnihald kærunnar.Ríkislögreglustjóri átti strax í upphafi málsins að  staðreyna kæruatriði í skýrslu Jóns Geralds og óska eftir gögnum frá Baugi til að upplýsa málið.Hefði þannig verið staðið að málinu í upphafi,hefði það ekki farið út um víðan völl með þeim afleiðingum sem kunnugt er. 

Bréfritari hefði frekar átt að skrifa um upphaf málsins,hvernig það tengdist pesónulegum deilum milli aðila og pólutískum þrýstingi áhrifamanna Sjálfstæðisfl.Ég skil ekki áhyggjur sakadómara málsins,né verjenda af umræddu nafnlausu bréfi,þetta er bara hugleiðingar manns,sem vill gera málsmeðferð Baugsmálsins tortryggilega ,þegar hyllir undir lok málsins.Samsæriskenningar af þessum toga dæma sig sjálf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband