Af hverju taka sárafáir þingmenn þátt í blogginu,sem er þó einn stærsti vettvangur stjórmálanna?

Á hverjum mánuði  koma hundruð þúsunda lesenda inn á bloggið,sem sýnir að það er miklu meira lesið en efni dagblaðanna,sem talið er að  hafi aðeins um 10-15% lesenda.Stjórnmálamenn sem ekki hafa framtak í sér til að taka þátt í blogg umræðunum,  ættu að hafa eitthvað annað fyrir stafni en stjórnmál.Þeirra starfsvettvangur á að vera,  þar sem þeir ná til fólksins og vera  upplýsandi og rökstyðja stefnu mál sín.

Satt best að segja er ég undrandi á þessu áhugaleysi alþingismanna á blogginu nú skömmu fyrir alþingiskosningar.Kannski er þarna komin ein ástæðan fyrir áhuga - og virðingarleysi þjóðarinnar (29 % samk.Gallup könnun) á löggjafarþinginu.Þeir fáu þingmenn og allmargir frambjóðendur flokkanna fyrir komandi kosningar,sem  eru á blogginu færi ég þakklæti mitt fyrir margar áhugaverðar greinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Finnst vanta líka hjá mörgum þeirra sem eru þó á blogginu að þeir leifi umræður á síðunum sínum.

Ágúst Dalkvist, 8.3.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka ykkur Ágúst og Benedikt fyrir ábendinguna  um þá sem ekki leyfa umræður á sínum síðum.Þetta er svona eintal eins og var oftast hjá Davíð Oddsyni á sínum tíma í fjölmiðlum.Það sem gerir eimitt bloggið skemmtilegt eru oft  stutt og  hnitmiðuð skoðanaskipti.Er það ekki einhver tegund af minnimáttarkennd þegar menn loka sig inni í sínu eigin sauðahúsi.

Kristján Pétursson, 9.3.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Tek undir það að það vanti fleiri þingmenn og sveitarstjórnamenn + áhugamenn um stjórnmál.

Ég auglýsi hér með eftir fleirum þingmönnum á bloggið - ekki veitir af.

Edda Agnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 00:45

4 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Tek undir það með þér Kristján að það er ótrúlegt að þeir sem leitast eftir því að við kjósum þá í vor kynni sig ekki betur á þeim miðlum sem mest eru lesnir, eins og moggabloggi.

Held að það sé ekki minnimáttarkennd að þó nokkrir stjórnmálamenn vilja ekki leyfa umræður á blogginu sínu. Gæti best trúað að það eigi að vera pólitískt útspil.

Það að gestir síðunnar geti eingöngu lesið orð bloggshöfundar en enga gagnrýni við þau orð á sama stað getur væntanlega orðið til þess í einhverjum tilfellum að gesturinn fari af síðunni, sammála síðasta ræðumanni, og veiti blogghöfundi atkvæði sitt.

Þetta er þó ekki að virka hvað mig snertir, ég nenni ekki að lesa þau blogg þar sem engin umræða er leyfð.

Ágúst Dalkvist, 9.3.2007 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband