Er mikil lyfjaneysla einhver mælikvarði á heilsufar þjóðarinnar?

Í einhverri könnum fyrir nokkrum árum um hvaða þjóðir nytu mestrar hamingju,var Ísland í fyrsta sæti.Nokkru seinna var önnur alþjóðleg könnun um notkun ákveðinna lyjaflokka.Þar reyndust Ísl.neyta meira af róandi - og svefnlyfjum og alls konar geð - og þunglyndislyfjum en aðrar þjóðir.Ég gat ekki áttað mig á hvernig þessu væri varið,að hamingjan kallaði á svona mikla notkun lyfja í þessum lyfjaflokkum.

Ég hef oft rætt þetta við lækna sem ég þekki,en þeir hafa ekki haft nein tiltæk svör.Eina ástæðu hef ég þó heyrt,að fólk hafi greiðari aðgang að læknum hér vegna fámennis okkar.Ég hef ekki heyrt um hvort landlæknir hafi reglubundið eftirlit með ávísun lækna á þessa lyfjaflokka.Hins vegar hafi embættið eitthvað eftirlit með ávísun á ávanabindandi læknislyf.

Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er sú , að fjöldi lyfjategunda slæfir mjög hæfileika fólks við akstur og er í reynd lítt betra en akstur undir áhrifum áfengis.Sama gildir að sjálfsögðu um alls konar tegundir fíkniefna.Þó svo að skriflegar aðvaranir  fylgi sumum lyfjum,að aka ekki undir áhrifum þeirra,þá hef ég ástæðu til að ætla að slíkum aðvörunum sé lítið sinnt.Mér finnst vanta stórlega þegar verið er að ræða um umferðarmál að taka þessi áhættusömu lyf i fyrir og fá til þess hæfa lækna.Það er líka athyglisvert hvað það er arðvænlegt að reka lyfjaverslanir á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband