Landsliðið okkar í knattspyrnu er þokkalegt miðað við höfðatölu landsmanna o.fl.

Það eru aðeins nokkur ár síðan knattspyrnumenn hérlendis gátu farið að æfa reglulega innanhúss eftir að yfirbyggðir fótboltavellir komu til sögunnar.Þá keppir íslenska landsliðið 2 - 3 sinnum sjaldnar en flest önnur landslið í Evrópu.Þá hefur fjármagn til landsliðsins og alm.knattspyrnuþjálfunar verið að skornum skammti.Á því verður að ráða bót.Nú stendur börnum  og unglingum til boða betri þjálfun en áður,sem mun byggja upp sterkari liðsheildir en áður.

Það er þekkt hér sem annars staðar í heiminum að kenna landsliðsþjálfaranum um ef illa gengur.Oftar en ekki er það þó heildarumgjörðin og skipulag viðkomandi stjórna,sem ræður mestu um árangurinn.Núna er t.d.Eyjólfur að taka inn nýja leikmenn og gefa þeim tækifæri með landsliðinu.Hann sýnir kjark og djörfung í þeim efnum,sem á eftir að skila okkur árangri.

Hins vegar skal viðurkennt,að leikstíll landsliðsins er nokkuð sundurlaus og ómarkviss og stundum finnst manni vanta meiri kraft og neista í suma leikmenn.Það er óþolandi að sjá menn  á hálfri ferð í landsleik,við eigum alltaf að gera þá kröfu til landsliðsmanna,að þeir leggi sig alla fram.Hafi þeir gert það, en samt tapað leik ,geta þeir borið höfuðið hátt.Þessi fámenna eyþjóð okkar getur bitið frá sér,það höfum við sýnt í gegnum tíðina við ýms knattspyrnustórveldi Evrópu.Það er vissulega sárt að tapa mörgum leikjum í röð,en við stöndum fast með okkar mönnum,þeirra tími kemur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Stend heilshugar með Eyjólfi.

Fyrir nokkrum árum tapaði íslenska liðið fyrir því danska 6-0. Maður heyrði ýmsar sögur af leikmönnunum fyrir þann leik sem maður viðhefur ekki á bloggi þar sem allir geta lesið en það var ekki furða að þeir skyldu tapa þeim leik og kannski var ásigkomulagið svipað í leiknum núna án þess ég viti það.

Ágúst Dalkvist, 7.6.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband