Frábær frammistaða kvenna landsliðsins í knattspyrnu.

Það var gaman að vera á Laugardalsvellinum og sjá kvenna landsliðið okkar vinna þær frönsku.Baráttuviljinn og gott skipulag lögðu grunninn að þessum  glæsilega sigri.Landsliðið okkar hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár.Þær hafa  verið lítið í sviðsljósinu sé miðað við karla landsliðið,sem öll athygli hefur beinst að.Því miður er karlarnir afar slakir og margir þeirra eiga hreint ekkert erindi í liðið sökum leti og sérhlífni og er þar ekki liðsstjórinn undanskilinn.Þá vantar alla þá baráttu og gleði sem konurnar hafa til að bera í sínum leikjum.

Áfram stelpur, leiðin hjá ykkur liggur bara upp á við,þið eruð frábærar.Ég ætla bara að vona að áhorfendur streymi á völlinn á landsleikinn við Serba n.k.fimmtudag.Það er  löngu tímabært að stjórn KSÍ leggi meira fjármagn til þjálfunar  og uppbyggingar kvenna knattspyrnunnar en hingað til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég þoli ekki fótbolta en það er alltaf gaman þegar Ísland vinnur - og þær rústuðu Serbum víst

halkatla, 23.6.2007 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband