Hvenær ætlar ríkisstjórnin að hækka laun starfsfólks á ríkisspítölunum.

Það er löngu fullreynt að ekki er hægt að manna hunduð starfa á sjúkrahúsunum á þeim launum sem í boði eru.Hver vill taka á sig þá ábyrgð,sem af þessum leiðir m.a.í lengri biðlistum og gífurlegu álagi á starfsfólki.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig heilbrigðismálaráðhr.tekur á þessum málum.Í fréttum var skýrt frá því,að sjúklingar væru nú í nokkrum mæli fluttir á sjúkrahús á landsbyggðinni.Hér hlýtur að vera um að ræða tímabundna úrlausn á vandamálinu.

Það hljóta allir launþegar í landinu í að vera sáttir við að laun starfsfólks í hjúkrunarstéttum verði hækkuð verulega til að manna þessar stöður á sjúkrahúsunum,en verði ekki til að hleypa af stað launaskriðu.Aðilar vinnumarkaðarins ættu að taka höndum saman með ríkisvaldinu og hækka strax laun starfsfólks á sjúkrahúsunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einkavæðing er ekki lausnin, þótt hún geti tímabundið tryggt fólki betri kjör. Réttindi týnast í leiðinni og fyrr en varir er vinnuálagið orðið jafnvel enn heimskulegra en á ríkisreknum sjúkrastofnunun. Sjúklingar gjalda líka. Hins vegar er launahækkun starfsfólksins á sjúkrastofnunum alls staðar löngu tímabær og mikið vona ég að þetta verði árið þegar réttlætið nær fram að ganga. Ekki beint vongóð, en samt, samfélagið er á fleygiferð, því ekki að þetta breytist.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband