Vöruverðkönnun ASÍ sýnir að lækkun virðisaukaskattsins fer beint í vasa kaupmanna.

Ég var strax á móti þessari lækkun á virðisaukaskattinum,taldi mig vita af fyrri reynslu,að hann kæmi neytendum að litlu sem engum notum.Kaupmenn koma með allskonar skýringar á þessari niðurstöðu könnunarinnar til að réttlæta gerðir sínar.Þeir eiga að skammast sín að misnota aðstöðu sína gagnvart neytendum og ríkissjóði.

Ég taldi betra að þeir miljarðar,sem þessi lækkun á skattinum kostaði ríkissjóð færu í að hækka skattleysismörk.

Í æsku heyrði ég ljóta lýsingu á kaupmönnum,læt hana bara flakka í tilefni könnunar ASÍ.

Kaupmenn hafa svarta sál,

samviskuna fela.

Hjarta hafa hart sem stál,

og hlakka til að stela.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband