Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýnir lofsvert frumkvæði í utanríksismálum.

Ferð utanríkisráðherra okkar til Israel og Palestinu til að kynna sér af eigin raun ástandið í þessum heimshluta er gott framtak til að skapa sér raunhæfa  og sjálfstæða afstöðu á ástandinu.Í erlendum fréttaflutningi eru útgáfurnar af ástandinu þarna afar ótúverðar eftir því hver á hlut að máli.Viðræður hennar við leiðtoga Israel og Fatah hreyfingarinnar í Palestinu er gott innlegg hennar fyrir hönd Íslensku ríkisstjórnarinnar að láta þá vita um viðhorf okkar til stríðsátaka og hugsanlega aðstoð á félagslegum grundvelli.Öll ríki hafa þarna verk að vinna varðandi hvers konar hjálparstörf.Eyðileggingin og eymdin sker í augun hvert sem litið er.

Íslensk stjórnvöld geta veitt  aðstoð til hinna stríðsþjáðu íbúa með ýmsum hætti.Við gætum  t.d.tekið á móti flóttamönnum,sem eru ríkisfangslausir með ákveðinni lagabreytingu,sent þangað sérhæft hjúkrunarlið og lagt fram fjármagn til að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslustöðar.Vissulega getum við bæði sjáflstætt og með hinum Norðurlöndunum orðið tengiliðir að sáttaumræðum hinna stríðandi afla.Allt er betra en standa aðgerðarlausir,sírausandi um hvers konar stríðsglæpi,sem við kunnum lítil sem engin deili á. 

Vinnuferð Ingibjargar er lofsvert framtak hennar,nú getur hún upplýst þjóðina betur en áður um viðhorf leiðtoga þessa ríkja og það sem fyrir augun bar.Þá fyrst er hægt að skapa sér raunhæfar hugmyndir um aðgerðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sannarlega skynsamlegt og yfirvegað innlegg.

Baldur Fjölnisson, 23.7.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband