Evran er gjaldmiðill stórfyrirtækja, en dvergmyntin krónan er fyrir launþega og smærri fyrirtæki.

Nánast öll stærstu fyrirtæki landsins nota evruna í sínum viðskiptaheimi.Þau þurfa stöðuga og trausta mynt í sínum viðskiptum  og verið samkeppnishæf á erlendum mörkuðum.Smærrir fyrirtæki og launþegar verða áfram að nota handónýta krónu,sem fer upp og niður eins og barómet. Ef þetta er framtíðar stefna ríkisstjórnarinnar í gjaldeyrismálum þjóðarinnar,þá er skammt í að botnhreinsa þurfi þjóðarskútuna.

Þarf ekki ríkisstjórnin að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa þjóðina hvað svona hundakúnstir þýða.Þá  þarf  Sjálfstæðisfl. líka að upplýsa þjóðina um tugi miljarða króna,sem ráðstafað hefur verið árlega án heimildar Fjárlaganefndar þingsins og Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemdir við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband