Krafa um kæru fyrir skilasvik - áður dæmdur í þriggja ára fangesli fyrir að valda slysi.

Jónas Garðarsson var dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangesli fyrir að hafa valdið sjóslysinu á  á skemmtibátnum Hörpu  við Skarfasteina á Viðeyjarsundi í sept.2005.Eins og kunnugt er létust maður og kona í þessu slysi.Báturinn var úrskurðaður í löggeymslu l9 okt.2006 og var Jónasi tilkynnt um það samdægurs.

Aðstandendur hinna látnu voru dæmdar 10.mil.kr.í skaðabætur og var báturinn settur sem trygging að hluta til að greiða þá upphæð.Fréttablaðið skýrði frá því 5.sept.s.l.að báturinn hefði ekki funndist þegar átti að bjóða hann upp.Nú er komið í ljós,að Jónas Garðarsson sendi bátinn úr landi 17.nóvember 2006 eða mánuði eftir að hann var úrskurðaður í löggeymslu.Aðstandendur kærunnar gera nú þá kröfu á hendur Garðari,að hann verði kærður fyrir skilasvik.

Hvar var báturinn geymdur eftir að hann var úrskurðaður í löggeymslu? Hafði kærði í málinu greiðan aðgang að bátnum.?Hver sá um útskipun og flutning á skemmtibátnum?Nauðsynlegt er m.a. að þetta verði upplýst.Vonandi tekst Jóhannesi R.Jóhannssyni,lögm.aðstandenda að fá innheimtar þær 10 mil.kr.sem þeim voru dæmdar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Málið er allt hið sorglegasta frá upphafi til enda, og ekki batnar staða Jónasar við þessi nýju tíðindi, en nú er sagt að hann hafi sótt um náðun til dómsmálaráðherra, það verðu frólðlegt að fylgjast með framvindu mála. En af hverju í ósköpunum er maðurinn ekki löngu farinn að afplána dóminn ?

Skarfurinn, 19.9.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband