Er seðlabankastj.Davíð Oddsson,sambandslaus við land og þjóð?Bankinn verði lagður niður.

Þegar seðlabankastj.var spurður nýverið um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á 30% þorskveiðiheimilda í sjávarbyggðum landsins, svaraði hann á þann veg, hvort eitthvað atvinnuleysi væri í landinu.Ekki var á honum að heyra að til neinna aðgerða þyrfti að koma.

Satt best að segja var ég undrandi á þessum ummælum seðlabankastj.Hafa ekki allir landsmenn heyrt viðbrögð fólks í sjávarbyggðum umhverfis landið vegna þessarar skerðingar ,þar sem það er að missa atvinnu og miljarða fjármuni.Hefur seðlabankastj.ekkert kynnt sér mótvægistillögur ríkisstjórnarinnar? Er Davíð Oddsson að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða Seðlabankans?

Það er persónuleg skoðun mín,að við ættum að leggja niður Seðlabankann.Það sjást engin bremsuför hjá þeirri stofnun  á verðbólguþennslunni og  verðbólgumarkmið 2.5%,sem gerð voru við aðila vinnumarkaðarins eru víðsfjarri.Krónan siglir stjórnlaust í verðbréfabraski erlendra aðila.Seðlabankinn á svo Evrópumet í margfalt hærri vöxtum en annars staðar þekkjast.Burt með þessa vanburða stofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband