Var Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson blekktur varðandi samning Orkuveitunnar við REI ?

Á meðan Björn Ingi Hrafnsson sat í stjórn Orkuveitunnar sem fulltrúi Framsóknarfl.í borgarstjórn og virtist  jafnframt  vera " aðstoðarmaður" auðjörfa flokks síns ásamt Bjarna Áramannssyni að ná fram samingnum í REI.Vilhjálmur borgarstjóri,sem einnig sat í stjórn Orkuveitunnar  virtist jafnframt treysta  þáverandi vini sínum BIH fullkomlega og fór í einu og öllu að hans ráðum.

Skyndilega drógu borgarfulltrúar Sjálfstæðisfl.gardínurnar frá og sáu sér til skelfingar að samningum Orkuveitunnar við REI hafði verið haldið leyndum fyrir þeim og jafnframt aðkomu  auðjörfa Framsóknarfl.að hlutabréfum í REI.Þeir hefðu náð kverkatökum á forstöðumönnum Okuveitunnar.Samningar verið undirritaðir, allt var klappað og klárt.Eitthvað mynnisblað um gerð  hluta samningsins  áttu að vera til staðar á heimili borgarstj.eftir að honum hafði verið kynntur "samningurinn "á heimili sínu af Bjarna Ármannssyni.

Í Kastljósi horfði Bjarni Ármannsson undrunaraugum á Vilhjálm þegar hann neitaði fastlega að hafa móttekið eitthvað plagg varðandi umræddan samning á heimili sínu.Eftir að hafa hugleitt þessa uppákomu í þættinum  eftirá taldi ég Bjarna  hafa ofleikið hlutverk sitt gagnvart Vilhjálmi , augnaráð Bjarna  var of hvasst og stöðugt til að vera sannfærandi.Var hann ekki frekar að skoða  viðbrögð Vilhjálms ?

Nú spyr fólk,var Vilhjálmur út á þekju,gamli góði Villi orðinn gleyminn eða var Bjarni með vel útfært  og skipulagt blekkingarspil,halda á "einhverju " blaði,lýsa þar innihaldi samningsins við REI,en afhenda ekki Vilhjálmi neina pappíra þar að lútandi? Hafi þetta  gerst með þessum hætti,hefur þessi "leikþáttur" Bjarna tekist fullkomlega,honum trúað,en Vilhjálmur gerður að flóni.Á Vilhjámur einhverja útgönguleið frá hugsanlegri leikfléttu Bjarna.Lesendur geta hugleitt þetta mál,það eru  til aðferðir að leiða sannleikann í ljós,en hversu djúft vilja rannsóknaraðilar grafa og hversu miklum fjármunum eyða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hvað Vilhjálm varðar skiptir engu máli hvort hann var blekktur eða ekki. Hann var í stjórn Orkuveitunnar og átti því að lesa samninginn yfir sjálfur og kynna sér hann lið fyrir lið. Það hlýtur alltaf að vera krafa kjósenda þegar þetta stór samningur á í hlut og reyndar þó svo að svo hafi ekki verið.

Eina ástæðan fyrir því að það þarf að skoða hvort Vilhjálmur hafi verið blekktur er að það þarf að koma í ljós hvort aðrir en Villi sem koma að þessu máli hafi hreina samvisku.

Ágúst Dalkvist, 17.10.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Svo blindir geta menn orðið vegna ofurtraust á vinum sínum,að þeir leggi spilin á borðið og segji pass.Faðmlag hans við BIH var þétt og innilegt,gamli góði Villi leit á það sem handsal,honum væri óhætt að treysta.Vissulega skiptir máli Ágúst hvort menn séu blekktir,höfum við ekki langflest orðið fyrir slíku á lífsleiðinni.Kröfur kjósenda enda á kjördegi,það vita stjórnmálamenn.

Gott að heyra frá þér,nú erum við samherjar í landsmálapólutíkinni.

Kristján Pétursson, 17.10.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband