Þúsundir gjaldþrota blasa við vegna okurvaxta verðbóta íbúðarlána.

Enn og aftur hækkar Seðlabankinn vextina,sem eru um þrefalt hærri en í nokkru öðru vestrænu ríki.Þennslan heldur áfram og verðbólgan tvöfalt hærri en viðmiðunarmörk vinnumarkaðarins.Verðbætur á húsnæðillánum  hækkar höfuðstól lána um hundruð þúsunda umfram hækkun íbúðarverðs.Hvað ætla stjórnvöld að gera gangvart  hávaxtastefnu bankana.sem hafa enn á ný hækkað húsnæðismálavexti um 50% s.l.3.ár,sem nú þegar hafa leitt til fjölda gajldþrota.Þá er staða krónunnar að leggja útflutningsgreinar þjóðarinnar í rúst með kolvitlausu hágengi krónunnar.

Ríkisstjórnin er bara áhorfandi og gerir ekki neitt.Hvaða tillögur hefur ríkisstjórnin komið fram með til að leysa vandann ? Ekki mér vitanlega neinar.Væri ekki skynsamlegt í stöðinni að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar og fella t.d. út úr henni húsnæðisliðinn og mínnka vægi eldsneytis ,sem myndi stórlækka  verðbólguna.Einhver slík könnun er nú í vinnslu hjá Bretum um vægi ákveðinna þátta vísitölunnar til lækkunar verðbólgu.Þar þekkast engar verðbætur á íbúðarlán og reyndar hvergi í Evrópu.Við siglum þar einskipa og engin kúvending fyrirsjáanleg.

Nú er spurt,hvort ríkisstjórnin ætli að sitja aðgerðarlaus gagnvart þessu þensluástandi á meðan verðbólgan og okurvaxtastefna  bankana er að setja tugþúsundir íbúðaeigendur í mikil fjárhagsleg vandræði og gjaldþrot ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband