Það setur að manni nábit og böggul fyrir brjósti - andleg yfirvikt og fíflhyggja.

Er þessa dagana að lesa Ýmislegar Ritgerðir eftir þórberg Þóðarson.Þegar  maður verður andlaus eða einhver bilun verður í sálargangverkinu er gott að lesa bækur þessa mesta málsnillings þjóðarinnar.Það setur  oft að manni  þunglyndi að lesa alls konar lágkúru og lýgi einkanlega frá stjónmálamönnum,sem eru loftþétt lokaðir í eigin hugarheimi.

Það setur vissulega stundum að manni nábit og böggul fyrir brjósti að lesa alls  konar hundavaðslegt efni á bloggsíðunum.Það er eins og sumir séu lamaðir í pólutísku Dauðahafi.

Ég hvet ykkur til að hafa meistara Þórberg í handfæri þegar þið eruð að blogga.Ég fór á Þórberssetrið í Suðursveit nýlega.Það er afar glæsilegt og vel skipulagt og því aðgengilegt fyrir alla.Síðan þá hef ég reynt að eignast sem mest af bókum hans.Kiljans bækurnar á ég allar og Íslendingasögurnar,nú loksins rótfestist Þórbergur í huga mínum.Ég ætla þó ekki að falla ofan í þá svartavillu að gera ekkert annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband