Tollgæslan og lögreglan fengu 1.verðlaun hjá Stöð 2.

Þetta var gott val hjá Stöð 2, lögreglan og tollgæslan hafa sýnt í verki,að þeir eru stöðugt að eflast í fíkniefnarannsóknum með betri upplýsingakerfum innan lands  sem utan.Það þarf mikla þolinmæði,dugnað og kjark til að skila árangri í þessum efnum.En umfram allt þarf fólkið í landinu,að sameinast um að hjálpa lögreglunni og ríkissjóður þarf að leggja fram miklu meira fé til alls konar forvarnar verkefna og þá þarf jafnframt að fjölga verulega sérhæfðu löggæsluliði við fíkniefnamál.

Þetta er eitt stærsta heilsufarslega vandamál þjóðarinnar,þar sem tugþúsundir ungmenna tengast þessum ávanabindandi efnum.Mörg heimili brotna undan þessu mikla álægi,þau sjá oft enga útgönguleið.Meðferðarúrræðin koma of seint og ekki er hægt að sinna nema litlum hluta af þessum fíkniefnaneytendum.Sjálfsvík eru fylgifiskar þessarar neyslu og alvarlegustu glæpirnir,árásir,þjófnaðir og morð tengjast oftast neyslu sterkra fikniefna.Það getur enginn einn unnið þetta stíð,það þarf hugarfarsbreytingu hjá öllum aðilum,þar vega heimilin og skólarnir  mest.

Ég óska löggæslunni til hamingju með þessa viðurkenningu og vona að framganga þeirra eflist með hverju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband