18 ára verðbólgumet slegið - Enn er ríkisstjórnin á harðahlaupum undan verðbólgunni.

Ef heldur sem horfir verður ríkisstjórnin að segja af sér,úræða - og kjarkleysi og alls konar flottræfilsháttur veldur því að þjóðin er búin að fá meira en nóg.Það hefði ekki nokkur maður túað því að ríkisstjórn með milli 60 og 70% kjörfylgi gæti ekki gert neinar skipulagðar áætlanir í efnahagsmálum  s.s.verðbólgu og vaxtamálum.

Samfylkingin setti fram stefnumál fyrir síðustu kosningar að skattleysismörkin yrðu hækkuð í samræmi við hækkun launavísitölu,sem ættu að vera núna 150 þús.kr.Hún mun hins vegar miðað við launavísitölu frá 1988 hækka á næstu þremur árum  í 115 þúsund kr.Kosningaloforð Samfylkingarinnar um almenna hækkun  frá TR til allra ,er nú neðst í loforðapokanum? Hvað um stimilgjöldin,sem átti strax að afnema .Efndirnar eru þær ,að stimilgjöld falla aðeins niður af kaupum fyrstu íbúðar.

Í loforðapakka  Sjálfstæðisfl.um að þeir, sem enga greiðslu fá nú úr lífeyrissjóði fái 25 þús.kr.brúttó lífeyrir.Eftir skatta og skerðingar verða hins vegar aðeins 8 þús.kr.eftir af þessum 25 þús.kr.Þá var lofað að gera breytingar og endurskoðun á kvótanum,en ekkert gerist.Svona er hægt að halda lengi áfram með kosningaloforð ríkisstjórnarfl.,það er allt á einn veg stjórn - og úrræðaleysi. 

Björgvin Guðmundsson,gerir þessum málum góð skil í Fréttablaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband