Árangursríkar aðgerðir gegn fíkniefnaglæpum.

Fíkniefnin flæða inn í landið þrátt fyrir aðgerðir löggæslunnar.Skipulag þeirra sem flytja inn efnin,dreifa þeim  og fjármagna er komið á slíkt hættustig,að ekki verður lengur hjá því komist að endurskipuleggja og efla nánast allar rannsóknaraðgerðir löggæslunnar á sama tíma verði allar forvarnir virkar,en þá verða líka allir viðkomandi aðilar að sameinast  og sýna dug og kjark í stað þess að vera hræddir áhorfendur og bíða þess sem að höndum ber.Fjárfrek langtíma rannsóknar verkefni bíða löggæslunnar bæði er lýtur að dreifingu fíkniefna innanlands og innflutningsleiðum erlendis frá.Slíkar aðgerðir krefjast stóraukins mannafla sérhæfðra lögreglumanna,sem kostar mikla fjármuni.Við eigum í höggi við skipulagða fjölmenna hópa stórgæpamanna,sem hefur tekist að skipuleggja dreifingu í nánast öllum hverfum á stór-Reykjavíkursvæðinu og byggðalaga á landsbyggðinni.Foreldrar barna á grunnskólaaldri eru óttasleginn um að dreifiaðilar fíkniefna séu að skipuleggja sölukerfi innan skólanna.Erlendir aðilar eru alltaf í ríkari mæli að koma að innflutningi efnanna,sem bendir eindregið til að mafían hafi augastað á Íslandi einkanlega vegna hins háa verðlags fíkniefna hér á landi.Við verðum að tryggja að lög og reglur í landinu torveldi ekki rannsóknaraðilum skilvirkni í starfi og allar starfsreglur séu skýrar og afdráttarlausar.Ef stjórnvöld og löggæslan standa þétt saman,þá má ætla að þjóðin fylki sér að baki þeim.Fíkniefnaneyslan er háskabál sem við verðum að stöðva.Ég varaði þjóðina l970  ítreklað við þeim hættum og afleiðingum sem myndu skapast við fíkniefnaneyslu ef ekki yrði strax brugðist við.Því miður náðu ekki aðvaranir mínar til viðkomandi stjórnvalda og löggjafarvaldið dróg lappirnar.Nú er ekki lengur hægt að skjóta sér undan ábyrgð,það er aðeins ein leið framundan það er alvöru stríð við þessa gæpamenn.       Kristján Pétursson,fyrrv.deildarstj.      

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.11.2006 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband