Rétt hjá Hillary Clinton að halda baráttunni áfram - 800 þingftr.munu ráða úrslitum.

Vissulega hefur Hillary Clinton vindinn í fangið með 190 fulltr.færri en Barack Obama,sem skortir aðeins 56 ftr.til að ná kjöri.Hins vegar virðast margir nú hafa meiri trú á að Hillary myndi vinna John Mc Cain í komandi forsetakosningum.

Komi til þess,að hinir 800 kjörftr.ráði endanlega hver verður forsetaefni flokksins mun Hillary bíða þeirrar niðurstöðu.Persónulega hefði ég kosið að Hillary hefði unnið þessar kosningar og Obama yrði varaforseti.

Það hefur valdið mér nokkrum ótta hin miklu fjárráð Obama,hvort þau séu dulbúið framlag vopaframleiðenda.Mér hefur verið sagt af fólki,sem þekkir allvel til þessa mála í Bandaríkjunum,að það séu ótal leiðir til að fara fram hjá þeim reglum, sem gilda um peningaframlag til forsetakosninga.Þá hafa yfirlýsingar Obama um róttækar og skjótar breytingar Bandaríkjamanna í hernaðaraðgerðum og utanríkismálum verið fremur ógætilegar og lítt sannfærandi.Hugmyndir Obama um að ná sáttum við allar  óvildarþjóðar Bandaríkjamanna eru ekki á rökum reistar,þar spila inn í svo miklir hagsmunir,bæði fjárhagslegir og pólutískir,sem alltaf verður mikill ágreiningur um.Það er hins vegar gott að menn hafi þær hugmyndir að leiðarljósi að hægt sé að bæta samskipti þjóða þ.m höfuðandstæðingana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband