Hver skoðanakönnunin rekur aðra sem staðfestir fylgishrun íhaldsins.

Þetta fylgishrun íhaldsins er bæði á landsvísu og í Reykjavík.Það þarf reyndar engan að undra,sem fylgist með stjórn efnahagsmála undir stjórn forsætisráðhr.að kjósendur yfirgefi flokkinn í stórum stíl.Úrræða -og skipulagsleysi á nánast öllum stigum stjórnsýslunnar er slíkt að undrun sætir.Engar aðgerðaáætlanir hafa verið gerðar af ríkisstjórninni til að hamla gegn okurvöxtum og óðaverðbólgu,sem eru að gera tugþúsundir heimila  gjaldþrota.Forsætisráðhr. reynir stöðugt að blekkja landsmenn um að,verðabólgan komi að stærstum hluta erlendis frá.Það er náttúrlega ósannyndi,nema er lýtur að eldssneyti,flotkrónan okkar er höfuð sökudólgurinn fyrir verðbólgunni og aðhalds - og eftirlitsleysi í verðlagsmálum,þar sem nánast engin samkeppni er.

Þá er einnig vitað,að ríkisstjórn íhalds og framsóknar eiga alla sök á óstöðugleika krónunnar.Þegar hin mikla útrás bankanna hófst og skuldsetning þeirra skipti þúsundum miljarða,máttu allir vita að Seðlabankinn hefði enga fjárhagslega getu til mæta því.Vitanlega átti strax,að aðskilja hin erlendu viðskipti þeirra frá innlendum rekstri þeirra.Nú hafa þeir engan hemil á græðgi peningavaldsins og okurvextirnir og verðbólgan æðir stjórnlaust um efnahgskerfi þjóðarinnar.

Fylgishrun íhaldsins mun halda áfram,það er ekkert sem bendir til annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband