Hótað sprengingu á gleðigöngu Hinseigin daga eftir viku.

Hér á landi hafa í gegnum árin aðalega borist sprengjuhótanir í millilandaflugi og í flugstöðinni á Keflav.flugv.Sem betur fer hafa þær verið marklausar,en kostað flugfélög og löggæslu mikla vinnu og fjármuni.

Sjálfsagt er að reyna að rannsaka hver eigi þarna hlut að máli,en það getur reynst erfitt sérstaklega þegar fyrirvarinn er fremur stuttur.Sjálfsagt er að halda þessa göngu þó ekkert upplýsist um sendanda bréfsins.Komi hins vegar fleiri hótanir í sömu veru  getur reynst rétt,að takmarka eða banna áhorfendum að vera á gangstéttum og samkomuhaldi þeirra í miðborginni verði breytt.Lögreglan mun skipuleggja þessi mál í góðu samráði við forsvarsmenn Hinseigin daga.

Verum samt alltaf þess minnug að siðblindir nærast  af fordæmafullu hugarfari,sem getur valdið hvers konar ofbeldi.Þegar engin vitneskja liggur fyrir um hugsanlega gerendur er erfitt að meta aðstæður og ekki síður vegna þess að hryðjuverk af þessu tagi eru óþekkt á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að ganga þessa fólks gangi vel og vona að það láti hótanir ekki draga úr sér kjarkinn.

Því miður á samkynhneigt fólk við mikla fordóma gegn sér að stríða og hafa Íranir verið drjúgir við að taka það af lífi. 

Fyrir nokkrum dögum birtist þessi frá sögn í vefsetri um Íslam:

 Riyadh, 30 July (AKI) - Saudi religious police have arrested 55 people at a party allegedly held by homosexuals at a farm in Qatif province in the east of the country.

According to a report on the Arab satellite TV channel, al-Arabiya, two young men were allegedly found wearing women's make up and dancing on stage together.

The detainees were all handcuffed when they were arrested. Saudi police said during their search they found drugs and alcohol and other items that are prohibited under the country's strict Sharia law.

Slóðin að allri fréttinni er þessi:    http://www.adnkronos.com/AKI/English/Religion/?id=1.0.2378425197

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband