Veikja bankarnir krónuna fyrir hvert ársfjórðungslegt uppgjör til að sýna aukinn hagnað ?

Krónan veltur stjórnlaus áfram, fáir hafa tiltrú á henni lengur og þjóðin tapar tugmiljörðum kr. mánaðarlega á veikingu hennar,enda veldur krónan stærstum hluta verðbólgunnar í dag.

Aðilar vinnumarkaðarins,bankar og atvinnufyrirtæki landsins eru allir samstíga um að við verðum að skipta um gjaldmiðil.Hins vegar eru tveir af valdamestu mönnum þjóðarinnar,forsætisráðhr.og víðfrægur Seðlabankastjóri,sem ríghalda í krónuna með hæstu stýrivexti Evrópu  og hafa ekki lagt neina aðgerðaráætlun í efnahagsmálum fyrir þjóðina.Öll þjóðin er búin að bíða mánuðum saman eftir að allir viðkomandi aðilar setjist saman að samningsborði og geri þjóðarsátt.Forsætisráðhr.segir alltaf sömu setninguna: "það er verið að vinna í þessum málum." Seðlabankastjóri ávarpar þjóðina með dæmalausu skítkasti,hann virðist ekki ganga heill til skógar.Þjóðin er í dæmalausri pattstöðu meðan Samfylkingin stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni meðan formaðurinn er á þeysireið vítt um heim að afla þjóðinni fylgis við inngöngu í Öryggiaráð SÞ.

Þegar svona lengi og hart er gengið að kjörum og lífsafkomu þjóðarinnar má búast við að þetta stjórnleysi leiði til sterkra mótaðgerða,sem hin úrræðalausa ríkisstjórn ræður engan veginn við.Ýmsar blikur eru nú þegar á lofti m.a.í komandi launasamningum við BSRB og félaga innan ASÍ.Persónulega finnst  mér Sjálfstæðisfl.ekki lengur samstarfshæfur í ríkisstjórn og nú hafa aðgerðir dómsmálaráðhr.gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyllt endanlega mælirinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband