Umfangsmikil fíkniefnaverksmiðja í Hafnarfirði - 4 handteknir .

Löggæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst um gríðarstóra Amfetamín verksmiðju í Hafnarfirði.Efnið hefur ekki verið greint ennþá að styrkleika,hér gæti einnig verið um að ræða Metaamfetamin efni.Gífurlegt magn tækja og tóla til framleiðslunnar voru til staðar og um eitt tonn af af hráefni til blöndunar.Líklegt má teljast að þarna hafi átt að fara fram framleiðsla m.a.til útflutnings,en það verður væntanlega upplýst síðar.Á staðnum funndust líka um 20 kg.af cannabisefnum.Þeir sem handteknir voru í þessu máli eru allir þekktir fyrir alvarleg afbrot,tveir þeirra voru á reynslulausn.

Vonandi verður upplýst hver hafi fjármagnað uppbyggingu verksmiðjunnar og efniskaup og  hvernig skipulag og dreifing efna hafi verið fyrirhugað.

Löggæslan hefur sýnt mikla hæfni og þolinmæði við uppljóstrun málsins,þeim ber að hrósa og þakka frábært starf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband