Forsætisráðhr.telur sig ekki bera ábyrgð á fjármálakreppu þjóðarinnar.

Þetta kom fram í viðtali Geirs í Kastljósi við Sigmar í kvöld og jafnframt að hann treysti Davíð Oddssyni Seðlabankastj.fyllilega.Sá sem ekki er tilbúinn að viðurkenna ábyrgð sína og ítrekuð stjórnsýsluleg mistök og jafnframt að ranghverfa staðreyndum og blekkja þjóðina á að segja af sér.Geir virðist því halda fram skoðunum gegn berti vitund.Maður með hans reynslu í stjórnmálum,hefur setið samfleytt 17 ár í ríkistjórn með  góða menntun getur ekki firrað sig ábyrgð.

Allir vita að ríkisstjórnin gat aðskilið innlenda bankastarfsemi  frá erlendri og jafnframt að Fjármálaeftirlitð og Seðlabankinn gegndu illa eða alls ekki eftirlitsskyldu á ýmdum sviðum gagnavart bönkunum.Alvarlegar aðvaranir frá innlendum og  erlendum sérfræðingum um yfirvofandi kreppu var stungið undir stól.Geir hefur ítrekað í fjölmiðlum kennt aðalega erlendum aðilum um kreppuna hérlendis,en svarar ekki af hverju íslenka þjóðin verður að taka á sig margfalt þyngri byrgðar.Náttúrlega var það heimatilbúin stjórnsýsluvandi,þar sem upp úr frjálshyggjunni varð til taumlaus auðhyggja og græðgi,sem engin virtist ráð við.

Er eðlilegt að forsætisráðhr.við núverandi aðstæður komi að uppbyggingu stjórnsýslunnar ?Þjóðin á ekki að þurfa að fylgja pólutískum vegvísi hans lengra en komið er.Sá sem þorir ekki að taka ábyrgð gerða sinna á ekkert erindi lengur við þjóð sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband