Situr ríkisstjórnin í skjóli lögreglunnnar ? Lögreglan gæti hagsmuna allra.

Lögreglan á að gera gera sér ljóst,að það slæma efnahagsástand ,sem við búum við í dag er fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn um að kenna.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið brugðust algjörlega eftirlitsskyldu sinni gagnvart bönkunumn og ríkisstjórninni var fullkunnugt um í hvað stefndi.Óðaverðbólgan,okurvextir,verðtryggingar og hin handónýta kr.o.fl.eru allt tilkomið vegna úrræðaleysis, spillingar og vísvitandi  afglapaverka og  blekkinga.

Hnignun á réttarfarslegu lýðræði,og auðhyggjan hefur rekið ósvífinn hrokafullann og forhertan blikkingaáróður.Ósannar staðhæfingar,rangar skilgreiningar og röksemdir frjálshyggju kapitalisma undanfarinn áratug hafa leitt þjóðina út í þá ófæru,sem við höfum fest okkur í.

Þegar reiði fólksins og sorg brýst út í formi mótmæla gegn ríkisstjórninni á hún að biðja þjóðina afsökunar og segja af sér,en sitja ekki við völd í skjóli lögreglunnar.Lögreglan á ekki að verja ríkisstjórnina,sem eru örlagavaldar þjóðargjaldsþrots,hún á að verja þjóðina gegn þeim glæpamönnum,sem ríkisstjórnin hefur stutt til valda á fjármálasviðinu. Ef lögreglan myndi tilkynna ríkisstjórninni,að hún myndi ekki telja sig umkomna að veita þeim vernd,myndi ríkisstjórnin verða að segja af sér og boða til kosninga eða að utanþingsstjórn  tæki tímabundið við stjórn þangað til alþingiskosningar færu fram.Skora á bloggara að láta skoðun sína í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel skrifað, meðvirk og hrædd lögregla er einmitt málið. Það var gaman að sjá óttasvipin í augum þessara lögreglumanna sem voru þarna í dag, sumir höfðu aldrei farið í þennan gangbrautar galla áður. Enda voru stærðinar á sumum yfir 56 í mitti.

Þessi mótmæli í dag voru góð viðvörun, að mínu viti fór þetta vel fram og ef einhver á sök á ólátum og fíflalegum athöfnum þá var það skelkuð lögreglan.

Mér þykir verst að inn var ekki farið með hóp manna til að reka þessa aðgerðarlausu aula út.

olie (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband