Aðgerðir mótmælenda munu harðna - Samfylkingin á leið úr ríkisstjórn.

Engin aðgerðaráætlun né nýr stjórnarsáttmáli hefur litið ennþá dagsins ljós frá ríkistjórninni.Hér er náttúrlega átt við aðgerðir gegn atvinnuleysi,verðbólgunni og verðtryggingu íbúðarlána,okurlánum,hátt matar-og eldsneytisverð og myntbreytingu.Mótmælendur vilja eins fljótt og auðið er nýjar alþingiskosningar.

Þá legg ég til að mótmælum verði frestað fram yfir helgi.Drukkið fólk er ekki góður félagsskapur til mótmæla með.Við verðum að leggja okkur fram,að mótmælin fari eins friðvænlega fram og kostur er,þannig bera þau sterkan og jákvæðan árangur. Þau hafa skilað mjög marktækum árangri og ríkisstjórnin er að falli komin.Við rekum endahnútinn á það eftir helgi með tugþúsundum manna í miðborg Reykjavíkur.Síðan höldum við sigurdag þegar löggjafarþingið yfirgefur þinghúsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband