Hættið þessu fortíðar kjaftæði á þinginu,komið tillögum núverandi stjórnar í höfn.

Ósköp er maður orðinn þreyttur á fortíðar kjaftbrúki þingamanna.Þingmenn eru sífellt að eltast  við hvað andstæðingar þeirra sögðu um hin og þessi málefni fyrir nokkrum árum síðan.Í þessar fortíðar umræður fer oft mestur tími löggjafarþingsins.Hafði þingið ekkert annað þarfara að gera en drekka kaffi,tefla og vera með alls konar fánýtt blaður í þinginu  og dásema " útfararvíkingana"meðan þjóðarauðnum var stolið.Áætlanir og aðgerðir núverandi ríkisstjórnar eru meira  áríðandi en nokkru sinni fyrr,nú verður öll þjóðin að lýta til framtíðar,taka saman höndum og leysa vandamálin.

Þeir sem settu þjóðina í þessa neyðarstöðu eiga að fá magleg málagjöld.Þeir verða dæmdir af verkum sínum um alla framtíð og eru jafnframt viðvörun til þjóðarinnar,að við þurfum aldrei  að upplifa annan eins þjóðarglæp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband