Ræður Alþjóðagjaldeyissjóðurinn (IMF) stýrivöxtum Seðlabankans ?

Þjóðin verður að fá marktæka vitneskju frá ríkisstjórninni um stjórnsýslulega skipan  á samskiptum IMF og Seðlabankans.Það er fyrir neðan virðingu fullvalda ríkis ef stýrivöxtum Seðlabankans er stjórnað af stærstum hluta af IMF.Þjóðin á fullan rétt á að öll skilyrði samningsins séu birt opinberlega.

Hinir háu stýrivextir valda gífurlegu tjóni,þeir ættu að vera komnir niður fyrir 10%.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Kristján !

Já, það er allt sem bendir til þess að í raun haldi AGS stýrivöxtum uppi, enda í fullkomnu samræmi við þeirra aðferðir.  Þetta máttum við vita þegar farið var með betlistafinn til þeirra fyrir jólin.  Það sem meira er að væntanleg ríkisstjórn mun fara í einu og öllu eftir forriti AGS að hraðri aðlögun jafnvægis í ríkisfjármálum.

Við getum því miður vart lengur talið okkur fullvalda ríki og auðvitað á að sýna okkur á öll þessi spil.

Kveðja

Einar Sv 

Einar Sveinbjörnsson, 15.4.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband