Eva Joly fordæmir framferði breta,Hollands,ESB og Norðurlandanna.

Enn og aftur gerist Joly málssvari Íslendinga gegn ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Greinin birtist samtímis í Aftenposten,Le Monde, Daily Telegraph og Morgunblaðinu.Hún átelur harðlega ábyrgðalausa afstöðu sumra ríkja ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gangvart hruni íslenska efnahagskerfisins.Hún sendir Norðurlöndunum einnig tóninn,að þau skuli ekki bregðast við þeirri kúgun sem Íslendingar hafið orðið fyrir,það dragi úr raunverulegum vilja þeirra til að veita bræðraþjóð sinni stuðning.Joly telur að alþjóðasamfélagið yppi öxlum og láti sem engra breytinga sé þörf og beiti land eins og Íslendinga þrýstingi af fullkomnu miskunarleysi.

Ég vona að íslenska þjóðin sýni henni þakklæti fyrir frábæra grein,hún vill veita ísl.þjóðinni aðstoð og vekja athygli umheimsins á vandamálum þóðarinnar.Ísl.þjóðin skortir líka reynslu og þekkingu í samskiptum við stórþjóðir einkanlega á sviði fjármála.

Það vakti athygli eftir að greinin birtist,að aðstoðarmaður forsætisráðhr. skyldi vera að gagnrýna Joly vegna umfjöllunar hennar á þessum málum.Ef þessi gangrýni er í anda forsætisráðhr.ætti hún að skammast sín,sem hefur ekki einu sinni komið opinberlega fram við viðsemjendur okkar í Evrópu til að andmæla því miskunarleysi sem Íslendingar hefur verið sýnd.

Daily Telegraph


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband