Hvað þarf til að vera í völdu bloggi,hvaða reglur gilda um uppröðun þess?

Er smásaman að læra á þetta kerfi og sífellt fjölgar  þeim sem koma á mína heimasíðu.Gott væri ef einhver vildi upplýsa mig um hvað maður þarf að hafa til brunns að bera til að vera í völdu bloggi efst á framsíðunni.Við sem ekki njótum þeirra forréttinda  hverfum  afar skjótt af  henni og verðum að horfa á hið valda blogglið sem virðast hafa forgang að þessum stað.Gott að fá að vita hvaða reglur gilda fyrir svona uppröðun svo maður geti orðið einn af hákörlunum.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.Þakka skemmtilegar og áhugaverðar greinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að velta þessari spurningu fyrir mér líka... en við fáum ábyggilega ekki nokkuð svar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.12.2006 kl. 18:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

GLEÐILEG JÓL

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.12.2006 kl. 18:49

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef lent þar inni. Það gildir að vera duglegur að blogga og fá mikla lesningur á skömmum tíma. Þá lendir maður í einhverskonar úrtaki sem rúllar í nokkurn tíma. Þannig virðist þar vera að það skipti um nokkrum sinnum á klst. Síðan dettur maður út og önnur koma í staðinn. Ég held að það sé handvalið í þetta úrval af umsjónamönnum blog.is eftir mælinum og umfjöllunarefnum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2006 kl. 01:13

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót. Þarf held ég að vera líka með stillingar þannig að maður leyfi að bloggið sé með í þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.12.2006 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband