Afskrifa íbúðarskuldir,sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna.

Það var löngu vitað eftir fall bankanna að svigrúm var í bankakerfinu til að takast á við hinar gífurlegu húsnæðisskuldir.Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankana var gert ráð fyrir afskriftum í þessum tilgangi.

Það verður að finna raunhæfa leið um greiðslugetu  og veðrými heimilanna.Hér er um flókin mál að ræða,þar sem sumir lántakendur reyndu af fremsta megni að standa í skilum  og fengu m.a. tímabundna aðstoð  aðstandenda  og gerðu ýmis skonar sparnaðaraðgerðir til að ná endum saman.Aðrir eyddu um efni fram og greiddu ekki tilskyldar afborganir af íbúðarlánum.Enn aðrir hættu að borga af lánum vegna fjárhagserfiðleika eða í mótmælaskyni við lánveitendur.

Það kann að verða erfitt að finna meðalveginn um sanngjarna úrlausn á íbúðarskuldum,en niðurfelling verðtryggingu lána t.d.s.l.tvö ár kemur sterklega til greina ásamt fleiri hliðaraðgerðum fyrir þá sem verst eru staddir.

Mest um vert er að hefjast strax handa,biðin um raunhæfar aðgerðir hefur valdið tugþúsunda heimila miklum vanda og þúsundir leita nú úrlausna erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband