Ótímabær aftaka Saddam Hussein.Rannsóknir á glæpum hans haldið áfram að honum látnum.

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftökuna og meingölluð rétthöld yfir Saddam Hussein. Dauðarefsingar eru einnig fordæmdar af ísl.stjórnvöldum.Það vakti strax mikla athygli þegar dauðadómur var kveðinn upp yfir honum án þess að lokið væri nema litlum hluta af rannsóknum á glæpaferli hans.Svo virðist sem þyngst hafi vegið hjá dómstólnum um sakargiftir gegn honum voru dráp á annað hundrað manns,sem stóðu að uppreisn gegn honum á sínum tíma.Af hverju birtir ekki dómurinn niðurstöður rannsókna á eiturvopna  manndrápum Saddams á annað hundrað þúsund kurdum og tugþúsundum trúarandstæðingum hans sjitum og 8.ára stríði við Iran o.fl.

Best hefði verið fyrir framtíð lýðræðis í Írak (ef af því verður) að rannsaka þessa stríðsglæpi til hlýtar svo þeir valdi ekki eilífðar átökum trúarflokka um ókomna framtíð um óupplýsta glæpi..Ef réttarhöldin yfir Saddam hefðu verið til lyktar leidd, hefðu hugsanlega mátt nota niðurstöður þeirra að hluta  til lýðræðislegrar breytingar og uppbyggingar í landinu.Þá er það í algjörri mótsögn a.m.k.við réttarvenjur í vestur Evrópuríkjum að dæma aðeins fyrir hluta glæpa sakborninga.Það er ekki óeðlilegt að spurt sé hvaða áhrif Bush stjórnin hafði á framgang réttarhaldanna og tímaákvörðunar aftökunnar.

Ég held að flestir hljóti að telja réttarhöldin meingölluð og samræmis engan veginn lýðræðislegri réttarmeðferð.Sjálfsagt erum við flest sammála þungum refsingum fyrir jafn alvarlega stríðsglæpi og þjóðarmorð sem Saddam Hussein framkvæmdi,en þó ekki dauðadóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband