Hundavaðs - og illskynjanlegar lausnir félagsmálaráðhr. v/ íbúðalána..

Þjóðin er búin lengi lengi að bíða eftir tillögum og aðgerðum varðandi úrlausnir íbúðarlána.Þá loksins fyrstu tillögur berast eru þær þannig framsettar að varla skilur nokkur maður hvað vakir fyrir ráðherranum.Lækka mánaðarlegar greiðslur,sem svarar 3.ára lengingu lána? Viðmiðun verðtryggðra húsnæðislána er miðuð við vísitölu 1.jan.2008 og 2.maí gengistryggðra lána.

Engar tillögur eru um aðgerðir  banka og stjórnvalda v/höfuðstóls íbúða - og bifr.sem eru flestum lántakendum óbærilegar.Í besta falli verði þeir varðir tímabundið við gjaldþrotaaðgerðum.Hvernig ættu íbúðareigendur  að geta losnað við húsnæði sitt,sem væru veðsettar síhækkandi höfuðstóli um 20 - 40 % yfir eignarverði íbúða.

Allar svona tillögur eru engar úrlausnir í húsnæðismálum meðan verðbólgan og verðtryggingar leika lausum hala og krónan flýtur stjórnlaus milli verðbréfa braskara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þurfti að sjálfsögðu að bíða með aðgerðir þar til nógu margir voru komnir á hausinn. Og bankinn hefur fengið aragrúa eigna fyrir spottpris. Maður á að sjálfsögðu að vera þakklátur að fólk úr Ríkisstjórn vinnur ekki í Hjálparsveit skáta, á slysavarðstofum og annarstaðar þar sem ekki er hægt að nota stensofandi fólk! Ég skil ekki hvernig letingjar og auðnuleysingjar komast í Ríkisstjórn og það með kosningu! Er eitthvað bogið við kjósendur?

Takk fyrir góðan pistill...

Óskar Arnórsson, 5.10.2009 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband