Samstarfi við AGS verði sagt upp - auðhyggja og yfirgangur sjóðsins augljós.

Sjóðurinn er orðinn eins og illkynjað mein á þjóðfélaginu,sem ógnar fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar..AGS gerðust strax innheimtustjórar í Icesave málinu,sem er þó aðskilið mál frá lántöku Íslendinga úr AGS sjóðnum.Þeir sögðu að við yrðum að ganga frá samningslegu uppgjöri v/Ice samningsins til að fá fjármagn frá AGS.Þá væru einnig þeim þjóðum,sem höfðu lofað okkur lánum óheimilt að afhenda okkur þau nema með leyfi AGS.Þá beitti sjóðurinn sér fyrir aðkomu ESB í þessu máli,þar sem Bretar og Hollendingar væru ESB þjóðir.Var þar m.a.látið að því liggja að umsókn okkar í bandalagið yrði frestað eða jafnvel hafnað.Nýjustu fréttir frá AGS eru þær að þó við segðum upp samningnum við þá, myndu þeir eftir sem áður koma í veg fyrir að við gætum nýtt okkur lánin t.d.frá hinum Norðurlöndunum.

AGS hefur eins og kunngt er sett okkur ýmsa afarkosti í sambandi við okkar viðskipta og efnahagsmál m.a.l hinir háu stýrivextir Seðlabankans,sem hafa stórskaðað alla efnahags uppbyggingu í landinu.

Margir höfðu ótrú á að leita til AGS um lán vegna hinnar afar slæmu reynslu  af þeim viðskiptum.Það er nú komið á daginn,þeir hafa að stórum hluta svift okkur fjárhagslegu frelsi með einræðislegum tilburðum og ólýðræðislegu háttarlægi og hótunum.Íslenska þjóðin verður að baktryggja sig fyrir slíkum aðgerðum og segja strax upp samstarfinu við AGS.Við verðum að taka þeim afleiðingum sem af því leiðir og standa fast saman og vernda frelsi þjóðarinnar og lýðræði.

Sú efnahagslega innrás sem gerð hefur verið af AGS á landið og beiting bresku hryðjuverkalaganna er dæmigerð og siðlaus atlaga stórþjóða innan NATO að fámennri voplausri þjóð.Við verðum að endurskoða öll samskipti við þessa aðila,næg eru tilefnin.Við látum ekki fjötra okkur aftur í auðhyggju og græðgi,það illkynja mein ,sem að okkur sækir nú verðum við að fá lækningu á.

Við verðum að endurskoða Icesave samningin með færustu sérfræðingum sem völ er á út frá laga - og fjárhagslegum  sjónarmiðum ,það er ennþá mikill ágreiningur með málsaðilum um niðurstöðu málsins.Við verðum að koma í veg fyrir að verið sé að ranghverfa málum og blekkja málsaðila.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að koma þessari glæpastofnun úr landi strax,svo hægt sé að fara taka til eftir partýið hjá útrásarglæpapakkinu.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband