Tillögur að bæta eftirlit með skilvirkari hætti gegn hvers konar glæpastarfsemi.

Dómsmálaráðhr.hefur fyrirskipað hóp löggæslumanna að gera tillögur um aukið eftirlit með ókerfisbundnu vegabréfaeftirliti.Þetta er góð hugmynd og hefði alltaf átt að vera til staðar eftir að Íslendingar gerðust aðilar að Schengen.Þetta eftirlit á við útlendinga og íslendinga,sem ætla má að séu þátttakendur í hvers konar glæpastarfsemi.Ljóst er að hingað koma í auknum mæli erlendir glæpamenn,sem tengjast skipulögðum  glæpum oft í samráði við innlenda afbrotamenn.

Lögreglan þarf að hafa sérhæft lið við þetta eftirlit,sem myndi m.a.starfa með fíkniefnadeildinni og lögregluembættum viðsvegar um landið.Best væri að Íslendingar segðu sig úr Schengen samstarfinu,það var röng ákvörðun frá upphafi og veikti stórlega allt eftirlit með komu - og brottfararfarþegum .Vonandi verður þessi aðgerð dómsmálaráðhr.til að opna augu manna fyrir því að afleggja Schengen.Það lokar engu upplýsingaflæði eða boðleiðum Íslendinga við önnur ríki Evrópu er varðar lögreglumál.Persónulega þekkti ég vel til þessa málaflokks um árabil á Keflavíkurflugv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband