Grimmd og skilningsleysi - Hvar er skjaldborg heimilanna.

Ríkisstjórnin ,bankar og fjármagnseigendur skilja alls ekki hagsmunasamtök heimilanna.Þjóðin hefur ekki áður kynnst jafn mikilli grimmd og tillitsleysi gagnvart  meðferð heimilanna..Forsætisráðhr.sagðist myndi slá skjaldborg um heimilin í landinu.Þjóðin hefur beðið eftir aðgerðum ríkistjórnarinnar ,sem hafa  reynst endalausar blekkingar og ósannyndi.Það eina sem hefur gerst að lánstími lánanna hefur lengst um þrjú ár,sem leitt hefur aðeins til smálækkunar á mánaðarlegum greiðslum,en í reynd eru lánin að hækka.

Heildarskuldir lánanna höfuðstóllinn fer síhækkandi og talið er að um 40.þúsundir heimila eigi ekki fyrir skuldum.Verðtryggingin með hækkandi verðlagi og þjónustu heldur áfram og krónan er áfram handónýt mynt.

Það er verið daglega að fremja mannréttindabrot,gangvart heimilum í landinu,óttinn, kvíðinn og þunglyndi fyrir framtíðinni nístir þjóðina miskunarlaust.

Loforða blaður forsætisráðhr.eru löngu þjóðþekkt.Þegar hún getur ekki lengur losnað undan afleiðingum verka sinna  og  skúðmælki ,þá stendur hún óvarinn í sinni eigin hripleku skjaldborg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Kristján !

Þakka þér fyrir; ljóta - en sanna lýsingu, á þeirri ógn, sem við fólkinu í landinu blasir; og hefir gert, allt of lengi.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Sæll Óskar.Gott að  heyra frá þér.Lýsing mín á forsætisráðhr.er sannarlega ekki falleg .en hún verðskuldar þetta fyllilega.Kær kveðja Kristján.

Kristján Pétursson, 27.11.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband