Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Þriðjungur heyrnarlausra orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Í Kastljósi kom fram í viðtalsþætti , að í nýlegri könnun hefði komið í ljós,að þriðjungur heyrnarlausra hefðu orðið fyrir kynferislegri áreitni.Þessi  dapurlega niðurstaða kemur sjálfsagt öllum í opna skjöldu,enda hér um erfið tjáskipti að ræða.Talmálskennsla hófst hér á landi  l980 og gátu því heyrnarlausir ekki haft nema mjög takmörkuð tjáskipti sín á milli fyrir þann tíma.

Fram kom í þessum viðtalshætti að heyrnarlausir væru í meirihluta gerenda og þolenda og áreitnin farið að mestu fram innan veggja Heyrnarleysingaskólans,á heimavist og nágrenni skólans.

Samk.viðtalinu verður reynt að hjálpa viðkomandi aðilum með ýmis konar sérfræðiaðstoð og gera þeim kleift að geta tjáð sig um sinn reynsluheim óski þeir þess.Heyrnarlausir sem og aðrir sem standa frammi fyrir svona lífsreynslu þurfa á góðri hjálp og umönnun að halda frá samfélaginu til að geta mætt hinu daglega lífi án stöðugs ótta og kvíða frá fortíðinni.


Sjávarútvegsmál,vextir og verðbólga torsóttast fyrir Íslendinga að uppfylla skilyrði fyrir aðild að ESB.

Í sambandi við aðildarreglur ESB fyrir inngöngu þarf verðbólga að hafa verið stöðug um nokkurt skeið sem nemur 1.5 % miðað við  lægstu meðaltals verðbólgu þeirra þryggja ríkja, þar sem verðbólgan mælist  lægst.Þá er einnig skilyrði fyrir inngöngu aðildarríkis í ESB að meðalvextir séu innan við 2% hærri en hjá þeim ESB ríkjum þar sem vextirnir eru lægstir.Það ætti að vera keppikefli fyrir okkur Ísl.að ná vaxta og verðbólgu viðmiðun ESB,hvað þá matarverðinu. Andstæðingar  fyrir inngöngu í ESB  setja alltaf eitthvað samasem merki milli lágra vaxta og verðbólgu við mikið atvinnuleysi eins og reyndar er í nokkrum ESB ríkjum,sem búa við allt aðrar efnahagslegar aðstæður en við.Slík einhæf rök standast ekki eins og fjöldamörg dæmi sína frá ríkjum með mikinn staðbundinn hagvöxt en jafnframt með mjög litla verðbólgu og lága vexti.

Samstaða með Norðmönnum í inngöngu í ESB ætti að skapa okkur hagstæða samningsstöðu við ESB löndin um heildarstjórn okkar innan fiskveiðilögsögunnar bæði er tekur magns og veiða.Þessi ríki hafa eins og kunnugt er mjög sterka markaðsstöðu innan ESB landanna,sem hafa misst yfir helming veiðiheimilda sinna.Engir samningar hafa verið gerðir milli  ESB ríkja,sem svara til jafn stórra hafsvæða og Íslendingar og Norðmenn hafa yfir að ráða,né jafn ríkra hagsmuna og við Ísl.höfum af fiskveiðum.Menn ættu ekki fyrirfram að loka dyrunum á þessum vettvangi,formlegar viðræður eru til alls fyrstar.

Í mínum huga skiptir mestu máli að sækja með lögmætum hætti um viðræður um inngöngu í ESB,svo við vitum með vissu hvað stendur Íslensku þjóðinni til boða.Þá fyrst er ég þess umkominn að taka málefnalega afstöðu með eða móti inngöngu í bandalagið.


Drap ég hann,er hann dauður við skulum forða okkur.

Á götum borgarinnar hvar og hvenær sem er getur þú  að nætulægi mætt manni eða mönnum sem þú hefur aldrei séð áður,sem fyrirvaralaust ráðast á þig.Hvað veldur þessu,hvar er orsakanna að leita?Á heimilunum,félagarnir,kvikmyndir,tölvuleikir,breyttar lífshorfur og áherslur o.fl.Ég ætla ekki að reyna  lýsa þeim miklu umbreytingum sem orðið hafa  á uppeldi ungmenna s.l.tvo áratugi né  lífsviðhorfum og kröfum fólks til lífsins almennt.Þarna hefur traust og virðing milli foreldra og barna tekið miklum breytingum í ólgusjó svonefndra bættra lífskjara.

Börn verða að skilja strax á unga aldri á milli raunveruleikans og tölvuleikja.Foreldrar verða að fylgjast með hinni nýju tölvuveröld og kenna börnum að umgangast efnið sem fróðleik og skemmtun.Sama gildir að sjálfsögðu um kvikmyndir.Ástæðan fyrir að ég nefni þetta sérstaklega eru þær hrikalegu líkamsárásir,sem orðið' hafa undanfarin ár,þar sem greinilegar fyrirmyndir ofbeldisverka úr tölvuleikjum og kvikmyndum  koma greinilega fram.

Annað sem fólk veltir einnig fyrir sér er hugarástandi gerenda.Er hér um að ræða geðsjúka fíkniefnaneytendur eða menn með veruleikafyrrta vanmáttarkennd,sem brýst fram með stjórnlausum ofbeldisaðgerðum?Reynsluheimur manna er ekki auðlesinn,enda engir tveir eins og því engin almenn forskrift til um úrlausn eða lækningu.Eitt er þó ljóst,að þessir stórhættulegu menn verða að vistast á lokuðum viðeigandi stofnunum.Við  höfum lengst af búið við friðsemd og öryggi í þessu landi og verið stolt af heilbrigðis-og réttarkerfinu og lögreglan geta með sameiginlegu átaki gert stórátak til úrbóta.Fyrirsögnina hafði ég eftir ungum manni,eftir að hann ásamt félaga sínum voru yfirheyrðir  eftir hrottalega líkamsárás á unglingspilt sem þeir höfðu aldrei áður séð.Þeir reyndust ekki vera undir áhrifum fíkniefna.Hvar lá meinsemd þeirra veit ég ekki.

 


Stærsti þjófnaður Íslandssögunnar.

Fiskveiðilögsagan er lögum samkvæmt sameiginleg auðlind þjóðarinnar.Árið l984 var sett á sem kunnugt er kvótakerfi á fiskveiðiheimildir til að vernda fiskimiðin fyrir ofveiði.Reyndin varð þó önnur,fiskveiðar drógust saman.1990 hófst frjást sala og framleiga á kvóta,sem leiddi til þess að á næstu árum eignuðust stærstu útgerðarfyrirtækin mestan hluta aflaheimilda  lögsögunnar.Þarna fór fram stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar,þó fiskurinn innan fiskveiðilögsögunnar væri lögboðinn sameign þjóðarinnar.Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.skiptu þessum heimildum bróðurlega milli sinna flokksmanna.Breytingar voru nokkrum sinnum gerðar á lögum um fiskveiðistjórnun sem gengu þó þvert á eignarrétt þjóðarinnar á auðlindinni.Kvótinn var seldur og leigður fyrir tugi miljarða,oft fyrir verðbréf óskyld sjávarútvegsrekstri.Þessir þjófnaðir fóru að mestu fram að þjóðinni ásjáandi.Almenn mótmæli fóru fram gegn þessu gerræði og til varð Frjáslindi  flokkurinn,sem reynt hefur öðrum fremur að vinna gegn hinni ólögmætu eignatöku fiskveiðiheimilda.

Ástæðan fyrir að ég tek þetta mál  nú til umfjöllunar er að minna þjóðina á ,að eins geti farið með ýmsar aðrar verðmætar auðlindir okkar á sameign þjóðarinnar.Má þar m.a.nefna háhita - og hverasvæði auk margs konar verðmætra jarðefna og úr lífríki sjávar.Lög um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar duga skammt, þar sem óheft auðhyggja og taumlaus græðgi stórfyrirtækja ráða gjörðum meirihluta löggjafarþingsins (íhalds og framsóknar).Við verðum að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar með öruggum hætti yfir sameiginlegum auðlindum í stjórnarskránni og láta það vera forgangsverkefni  þingsins í vetur.Við höfum verið vitni að "sölu"ríkisfyrirtækja hjá þessari ríkisstjórn ,þar sem misnotkun pólutískt valds er  algjörlega siðlaust og ábyrgðarlaust.  

Kæru bloggarar látið í ykkur heyra,þessi málefni varðar okkur meira en nokkuð annað.

 

 

 

 

 


Lögreglustjórinn á Stór - Reykjavíkursvæðinu Stefán Eiríksson boðar nánari samvinnu við íbúana.

Lögreglustjóri boðar að lögreglan verði sýnilegri meðal fólks bæði á götum úti og hverfum borgarinnar.Hún muni reglulega heimsækja skóla og verustaði ungs fólks og reyndar hafa samband við alla sem hún geti veitt liðsinni.Þetta eru góð fyrirheit,sem ég veit að lögreglan getur sinnt með ágætum eins og hún gerði í nokkrum mæli fyrir allmörgum árum.

Það sem skiptir náttúrlega mestu máli er hvers konar trúnðarsambandi lögreglan nær við foreldra og ungmenni sem nýtist báðum aðilum sem best.Fólk finnur til öryggiskenndar þar sem lögregan er og það á ávallt að lýta á hana sem vini sína sem hægt er að treysta.Undir þessu trúnðartrausti verður lögreglan að standa, smá mistök geta sett hana á byrjunarreit.

Eins og allir löggæslumenn vita eru  hvers konar upplýsingar sem þeim eru veittar,hvort heldur sem trúnaðarmál eða ekki  mjög vandmeðfarnar svo þær valdi ekki trúnaðaraðilum vandræðum eða tjóni frá þeim sem þær beinast að.Til eru ýmsar öruggar leiðir til að koma áríðandi  og trúverðugum upplýsingum til lögreglu.Þá eru þekkt upplýsingakerfi lögreglu ,þar sem leitað er aðstoðar almennings við upplýsingaöflun án þess að hann þurfi að eiga neitt á hættu  afskipti af úrvinnslu mála.Þessi trúnaðarsambönd við lögreglu að láta hana vita um grunsamleg og meint afbrot er reyndar skylda hvers manns,það þarf bara að mynda rétta farvegi fyrir slíka samvinnu.

Ég óska lögreglustjóranum góðs gengis og það verður áhugavert að fylgjast með framgangi lögreglunnar á þessum  vettvangi.

   


Stefnulaus og útbrunnin ríkisstjórn,sem einkennist af valdþreytu og úrræðaleysi.

Þessir kraftlausu og langþreyttu ríkisstjórnarflokkar eru orðnir ein allsherjar martröð á stjórnsýslunni.Eins og kunnugt er hækka húsnæðislán ár frá ári vegna veðbólgunnar þó stöðugt sé greitt af lánunum.Hafir þú tekið 10.miljóna fyrir t.d.tveimur árum og greitt af því vexti og afborganir um 1300 þúsund, samt hefur skuld  húsnæðismálalánsins hækkað um 1600 hundruð þúsund eða í 11 milj.og 600 þús.kr á þessum tveimur árum.Þessi verðtryggðu lán eru að setja  tugþúsundir lántakenda í algjört skuldafen,sem beinlínis brýtur niður framtíðaráætlanir heimilanna.Yfirdráttarlán til heimilanna í landinu eru nú um 70 miljarðar á 21 - 23 %  vöxtum,sem sýnir glögglega hvernig staða heimilanna  er,enda skuldsettustu heimili veraldar,þó erum við talin "5.ríkasta þjóð veraldar," hvernig sem það má nú vera.Er ekki tímabert að lánveitendur,bankarnir og ríkissjóður greiði verðbætur af húsnæðismálum í stað þess að velta henni sífellt á lántakendur.

Við erum með hæstu vexti í Evrópu,hæsta matvælaverðið  og misskipting auðs er nú orðin einnig hæst á Íslandi.Þá er viðskiptahalli hvergi hærri en hér eða vel á annað hundrað miljarðar á s.l.ári,sem m.a.mun hafa veruleg áhrif á okkar hvikula gjaldmiðil,sem veldur náttúrlega einnig vaxtaorkri endalausra hagstjórnarmistaka.Þá eru sífelld átök þessarar ríkisstjórnar við öryrkja og lífeyrisþega og annað lálaunafólk  öllum kunn.Fákeppni og óvirk samkeppni er eitt af fjölmörgum vandamálum,sem hin útbrunna ríkistjórn stendur úrræðalaus gegn.Læt þessa lýsingu nægja af stefnuleysi ríkisstjórnarinnar.Við vonum að jafnréttissinnuð ríkisstjórn taki við völdum á vordögum.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband