Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Allir landsmenn hafi kauprétt að sameignum þjóðarinnar.

Öll þjóðin hafi rétt á að kaupa hlutabréf í sameignum þjóðarinnar.Hér er átt m.a.við allar orkuveitur í landinu,Landsvirkjun,vatnið ,fiskveiðiheimildir o.fl.

Það á ekki að skapa einokrun og fákeppni um sameignir þjóðarinnar, láta útvalda fjársýslumenn fá nýtingarétt með jafngildi eignarréttar eins og reynslan hefur orðið á fiskveiðiheimildum þjóðarinnar.Nú þegar eru orðin hörð átök um orkumálin,þar sem fésterk fyrirtæki,innlend og erlend eru þegar farnin að skipuleggja  og gera langtímasamninga um einkarétt  á öllu þekkingar- og vísindasviðum Orkuveitanna á erlendum mörkuðum.

Þetta er bara upphafið af yfirtöku þessa  auðhyggju afla á háhitasvæðum landsmanna.Sama mun gerast með ferskvanið,þar verða keypt upp stór landssvæði af erlendum auðhringum með íslenska leppa í fararbroddi.

Sameignir þjóðarinnar verður að skrá eins fljótt og auðið er í Stjórnarskrá lýðveldisins.Sjálfstæðisfl.kom í veg fyrir það á síðustu dögum ríkisstjórnar með Framsóknarfl.


Umboðsmanni Alþingis verði svarað af OR/REI - Forgangsréttarsamningurinn við REI verði ógildur.

Það virðist nokkuð ljóst að stjórnsýslulög hafa verið brotin varðandi heimildir til sölu bréfa  starfsm. í Rei.Þá verði sérstaklega rannsakaðar ástæður fyrir  hundruð miljóna viðskiptum Bjarna Ármanssonar við fyrirtækið.Hver heimilaði viðskiptin , voru þau skráð í ráðningasamningi hans eða færð til bókar í fundargerð stjórnar.

Þá verði einnig kannaðuir 20 ára samningur Orkuveitunnar við Rei um sérfræðiþjónustu  á vettvangi jarðhita,rannsókna og ýmis  konar áætlunargerðir og markaðsmál.Rei fær líka samk.þessum samningi forgangsrétt að öllum erlendum verkefnum,sem kunna að falla í skaut Orkuveitunnar á samingstímabilinu.Þá er rætt um að FL Group hafi einnig komið bakdyramegin að þessum samningi í gegnum Bjarna Ármannsson.

Hver var aðkoma Björn Inga Rafnssonar og Vilhjálms Þ.Vilhjálmssonar að  öllum þessum málum? Höfðu persónulegar fyrirgreiðslur  fyrirtækja og einstaklinga bein eða óbein áhrif á stjórnarstörf þeirra   fyrir Orkuveitu Reykjavíkur? 

Það er ekki sæmandi fyrir núverandi meirihluta að bjóða Reykvíkingum upp á samstarf við BIR fyrr en spurningum  Umboðsmanns alþingis hefur verið svarað með formlegum hætti. og opinber rannsókn á stjórnssýslu Orkuveitunnar.Forgangsréttar samninginn við REI þarf að ógilda,hann fékk ekki lögmæta kynningu og var jafnframt boðaður með ólögmætum dags fyrirvara í stað viku fyrirvara.


Borgarstj.Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson og Björn Ingi Hrafnsson láti af störfum tafarlaust.

Þessir menn virðast vera búnir að missa alla tiltrú og traust borgarbúa  og eigin flokksmanna vegna REI málsins  og reyndar fleiri mála á undanförnum mánuðum.

Nú ætti  Framsóknarfl.að nýta tækifærið  og vinna að nýrri R-lista stjórn.Þá fengi hann tíma og  tækifæri að byggja upp flokkinn í Reykjavík með nýju og kraftmiklu fólki.Samfylkingin,VG og Frjálslindir myndu örugglega skoða  vel samstarf við Framsóknarfl. við núverandi aðstæður.

Það er augljóst að borgarstjórnaflokkur Sjálfstæðisfl. er vanhæfur til að stjórna borginni með Birni Inga Hrafnsyni.Ólíklegt er að einhver af  núverandi flokkum,sem nú eru í minnihluta myndu ganga til liðs við Sjlálfstæðisfl. R - lista samstarf er líklegast í stöðunni.


Guðmundur Steingrímsson sýndi örugga framkomu og ferskan blæ.

Var að hlusta á umræður úr þingsal.Þar var þá kominn okkar  vinsæli bloggari Guðmundur Steingrímsson varaþingm.Samfylkingarinnar. og fjallaði um frumvarp VG um rannsóknir á einka - og markaðsmálum o.fl.Vildi flutningsmaður VG Ögmundur Jónasson að stöðvaðar væru allar meiriháttar framkvæmdir þangað til niðurstöður lægju fyrir.Rannsóknarnefnin væri skipuð fulltrum frá öllum þingflokkunum og aðilum vinnumarðaðarins og BSRB.

Guðmundur vildi hins vegar að slíkar umræður væru stöðugar í þinginu ef tilefni væri til og  þingnefndum yrði gert mögulegt  að fá sérfræðingaaðstoð  til að rannsaka umdeild mál.Benti m.a.í því sambandi á tilurð og hina umdeildu stofnun KB banka á sínum tíma.

Guðmundur kom vel fyrir var öruggur í framkomu og skilgreindi vel sitt mál.Hann er sannkallaður happafengur fyrir Samfylkinguna,svo er Gummi svo skemmtilegur.


Starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur eiga engan rétt á kaupréttarsamningum frá Reykjavík Energy Invest.

Það fordæmi,sem viðhaft er nú af stjórnarmönnum Hitaveitu Reykjavíkur með borgarstjórann í broddi fylkingar að leyfa starfsmönnnum Hitaveitunnar að kaupa bréf í Reykjavík Energy Invest á hálfvirði er afar slæmur gjörningur.Halda þessir stjórnarmenn,að starfsm.Hitaveitu Reykjavíkur séu eitthvað verðmætari sinni stofnun,en t.d.sérmenntaðir starfsmenn við heilbrigðiskerfið ,menntamál,löggæslumál o.fl.Náttúrlega ekki,þessi kauréttarsamningur er bittlingur og hreint bull af hendi stjórnarmanna Hitaveitunnar.Það heyrist ekki orð frá aðilum vinnumarkaðarins né BSRB um þessi viðskipti.

Bréfakaup Bjarna Ármannssonar á hálfvirði hjá þessu fyrirtæki upp á einn og hálfan miljarð,er talin vera hluti af hans samningi við fyrirtækið.Þeir sem gera slíkan samning er með öllu óhæfir að fara með opinbert fé landsmanna.Það verður ekki heldur séð,að fyrrv.bankastj.Bjarni Ármannsson hafi neina yfirburða fjármálaþekkingu né tækni - og vísindalega sérþekkingu á þessu sviði  umfram fjölda annara manna,sem gagnist fyrirtækinu sérstaklega í þeirri framrás sem fyrirhuguð er.Við höfum nóg af hæfum mönnum í þessa forstjórastöðu,sem ekki þarf að greiða miljarða í kaupréttarsamninga.Hvernig var ráðingu þessa manns háttað? Svona launasamningar magna upp mikinn óróa í verðandi launasamingum,sem mun hækka vöruverð og auka verðbógu í lanmdinu.

Var ekki nóg fyrir þjóðina,að fá staðfest að bankastjóri KB banka fékk yfir 800 miljónir í árstekjur á s.l ári.Það fer að verða vandfunndinn sá staður í víðri veröld,þar sem fjármálaspillingin hefur grafið sig dýpra en á Íslandi.


Lækkun skatta varanleg kauphækkun - 20% flatur skattur á tekjur yfir 120.þúsund.kr.

Nú þegar líður að kaupsamningum hljóta samningsaðilar vera búnir að ákveða launakröfur sínar í megin atriðum.Menn hljóta af fenginni reynslu að reyna að tryggja að umsamin laun haldi verðgildi sínu út samningstímabilið.Síðustu samningar voru miðaðir við 2.5% verðbólgu,en hún hefur lengst af  á þessu tímabili verið 2 - 3 sinnum hærri.Viðmiðun launasamninga verða í komandi samningum að grundvallast  við ríkisvaldið og sveitafélög um tekjuskattsálagningar,útsvör og skattleysismörk.Til að framfylgja jafnræðisreglu í skattaálagningum væri best að hafa eitt skattstig svokallaðan flatan skatt.Þá sitja allir við sama borð og fjármagnstekjuskattur aflagður.

Reikna þarf nákvæmælega út hvað tekjuskattur og útsvar þurfa að vera há til að standa undir rekstri ríkissjóðs og sveitafélaga og jafnframt hvort hægt væri að ná þessu takmarki á kjörtímabilinu.Fyrirtæki hafa fengið miklar skattalækkanir á undanförnum árum,nú er komið að hinum almenna skattgreiðanda.

Fróðlegt væri að heyra frá ykkur ágætu bloggara um þessar hugmyndir og annara á þessum vettvangi.


Borgarstj.reynir að réttlæta alvarleg afglöp - Einangraður í eigin flokki -Opinber rannsókn.

Þessi frægi fundur dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur Energy Invest stjórnarm.Bjarni Ármannsson ,sem sameinaðist Geysi Green Energy s.l.miðvikudag.Borgarstj.sem situr í stjórn OR fyrir hönd borgarinnar hefur heldur betur komist í sjálfheldu.4.miljarða áhættu framlag OR í REI hafði ekki fengið formlegt samþykki borgarfulltrúa í hans eigin flokki,þar sem þeir voru mótfallnir að opinber fyrirtæki taki þátt í áhættufjárfestingum.Auk þess hafi þessi fundur verið boðaður með sólarhrings fyrirvara,en  lögum samkvæmt þarf viku fyrirvara.Fundurinn er því kolólögmætur af þeim sökum

Þegar svo kom í ljós,að Bjarni Ármannson hafði keypt hlut í hinu nýja félagi fyrir l.5 miljarð kr.og nokkrir gæðingar OR frá 7 - 23 milj.og óbreyttir starfsm.áttu að fá 100 -300 þúsund þá sprakk blaðran og varð að illkynjuðu meini.Hver hafði heimilað þessi viðskipti?Borgarstj.Vilhjálmur,Bjarni Ármannsson og hverjir aðrir báru ábyrgð á þessu fjármálahneyksli.Viðskiptin fóru fram á genginu 1.3,sem talið er að hafi þegar meira en tvöfaldast.

Það verður ekki hjá því komist,að fram fari opinber rannsókn á þessum gjörningi öllum,svo ljóst sé hvort borgarstj.hafi framið embættisafglöp,sem leitt geti til afsagnar hans og sömuleiðis verði Bjarni látinn gera fulla grein fyrir á hvaða forsendum og með leyfi hvers hann átti þessi persónulegu viðskipti.Sama gildir um aðra kaupendur í þessu máli.Þegar græðgin er farin að naga ríkisfyrirtækin innan frá  með þessum  hætti , þá er tími til að segja STOP.


Lækkun skatta varanleg kauphækkun - 20% flatur skattur á laun yfir 120 þúsund kr.

Nú þegar líður að kaupsamningum hljóta samningsaðilar vera búnir að ákveða launakröfur sínar í megin atriðum.Menn hljóta af fenginni reynslu að reyna að tryggja að umsamin laun haldi verðgildi sínu út samningstímabilið.Síðustu samningar voru miðaðir við 2.5% verðbólgu,en hún hefur lengst af  á þessu tímabili verið 2 - 3 sinnum hærri.Viðmiðun launasamninga verða í komandi samningum að grundvallast  við ríkisvaldið og sveitafélög um tekjuskattsálagningar,útsvör og skattleysismörk.Til að framfylgja jafnræðisreglu í skattaálagningum væri best að hafa eitt skattstig svokallaðan flatan skatt.Þá sitja allir við sama borð og fjármagnstekjuskattur aflagður.

Reikna þarf nákvæmælega út hvað tekjuskattur og útsvar þurfa að vera há til að standa undir rekstri ríkissjóðs og sveitafélaga og jafnframt hvort hægt væri að ná þessu takmarki á kjörtímabilinu.Fyrirtæki hafa fengið miklar skattalækkanir á undanförnum árum,nú er komið að hinum almenna skattgreiðanda.

Fróðlegt væri að heyra frá ykkur ágætu bloggara um þessar hugmyndir og annara á þessum vettvangi.


Heimiliskettir lokaðir úti meðan fólk er í vinnu - oft næturlangt

Það er áberandi þar sem fólk býr í sambýlishúsum,að kettir séu oft lokaðir úti af heimilum meðan fólk er í vinnu og oft næturlangt.Þessir kettir eru svo mjálmandi og svangir utan íbúða og gera vart við sig  við inngang íbúða.Margir finna eðlilega til með kisunum og gefa þeim að borða,en þá ertu endanlega búin að tryggja  endurkomu  þeirra til þín oft á dag.Þessir kettir kunna vel þá list að láta mann vorkenna sér,látbragð þeirra er hrein list,sem ég á engin orð yfir.

Ég hef í gegnum tíðina stundum rætt við kattaeigendur,sem umgangast dýrin með þessum hætti.Viðbrögðin eru á ýmsa vegu.Þér kemur ekkert við hvernig ég meðhöndla köttinn minn,segja margir,aðrir að kettir hafi gott af útiverunni annars verði þeir einmana og sumir bera við aðstöðuleysi heima hjá sér.

Er ekki löngu tímabært, að eftirlit sé haft með meðferð heimilisdýra almennt,þau þurfa sína umboðsmenn eins og við mannanna börn.Kettir og hundar eru ekki leikföng,þau hafa sínar tilfinningar og hugsanir,okkur ber að virða þau í einu og öllu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband