Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Tollgæslan og lögreglan fengu 1.verðlaun hjá Stöð 2.

Þetta var gott val hjá Stöð 2, lögreglan og tollgæslan hafa sýnt í verki,að þeir eru stöðugt að eflast í fíkniefnarannsóknum með betri upplýsingakerfum innan lands  sem utan.Það þarf mikla þolinmæði,dugnað og kjark til að skila árangri í þessum efnum.En umfram allt þarf fólkið í landinu,að sameinast um að hjálpa lögreglunni og ríkissjóður þarf að leggja fram miklu meira fé til alls konar forvarnar verkefna og þá þarf jafnframt að fjölga verulega sérhæfðu löggæsluliði við fíkniefnamál.

Þetta er eitt stærsta heilsufarslega vandamál þjóðarinnar,þar sem tugþúsundir ungmenna tengast þessum ávanabindandi efnum.Mörg heimili brotna undan þessu mikla álægi,þau sjá oft enga útgönguleið.Meðferðarúrræðin koma of seint og ekki er hægt að sinna nema litlum hluta af þessum fíkniefnaneytendum.Sjálfsvík eru fylgifiskar þessarar neyslu og alvarlegustu glæpirnir,árásir,þjófnaðir og morð tengjast oftast neyslu sterkra fikniefna.Það getur enginn einn unnið þetta stíð,það þarf hugarfarsbreytingu hjá öllum aðilum,þar vega heimilin og skólarnir  mest.

Ég óska löggæslunni til hamingju með þessa viðurkenningu og vona að framganga þeirra eflist með hverju ári.


Það er gaman að geta gefið mörgum mikið - Snjótittlingar leita vina í mannheimi.

Hef undanfarna daga verið svo lánsamur að á vegi minum hefur verið fjöldi snjótittlinga.Það er afskaplega gaman að gefa þessum litlu fallgegu vinum okkar,sem gleðja okkur með nærveru sinni þegar von er á vondum veðrum.Þeir eru bestu veðurfræðingar ,sem völ er á ,þurfa engin tól eða tæki til að sjá fyrir kuldaköst með fleiri daga fyrirvara.Ég er svo lánsamur að  hafa alist upp í sveit,bændur tóku þessum litlu spámönnum sínum afar vel og þeir fengu gott í gogginn í staðinn.

Hafið fuglamat eða brauð með ykkur þegar þið vitið að þeir eru komir í heimsókn.Þeir muna eftir ykkur og koma aftur og aftur þegar kólnar í veðri.Þeir eru taldir meðal bestu flugfugla í heimi,það er unun á að horfa hversu þétt og hratt þeir fljúga,engir árekstar.Þeirra umferðarkerfi er innbyggt í hvern og einn eins og veðurfræðin líka.Það er ljóst að þessir litlu snillingar eru á mörgum sviðum okkur mönnum fremri.Það er sannkallað augnayndi að horfa á fugla,sjá hvernig þeir nota frelsið og víðáttuna á landi,lofti og legi.Það er hægt á margan hátt að hrífast af fegurð náttúrunnar og tign himinsins,en í mínum hugarheimi eru fuglarnir þar í efsta sæti.


Er auðveldara að vera kjáni en vitmaður,spurði nemandi kennara sinn.

Af hverju ertu að spyrja um þetta drengur,sagði kennararinn. Ég er að reyna að  ákveða mig hvort heldur ég ætti að vera þegar ég verð stór.sagði snáðinn.Ert þú vitmaður,spurði hann síðan kennarann.Já ég held að ég sé sæmilega greindur,sagði hann..Þá get ég ákveðið mig strax sagði snáðinn,ég ætla að vera kjáni í flottu fótboltaliði.

Löngu seinna eftir að strákurinn varð frægur atvinnumaður hitti hann kennara sinn og sagði:"Ég valdi rétt ,nú get ég notað bæði höfuð og fætur og er orðinn ansi ríkur,ég á þér mikið að þakka.Það getur reynst ansi erfitt að sjá fyrir hvor endinn nýtist betur,sagði kennarinn.

Er maðurinn ekki oftast að stærstum hluta það sem umhverfið og samfélagið hefur gert mann og uppskerum eins og við sáum.


Um hundrað ofbeldisbrot gegn lögreglu á ári.Þarf lögreglan rafbyssur ?

Tel fulla ástæðu að birta þessa bloggsíðu mína aftur vegna fólgsulegra ofbeldisbrota fimm útlendinga á fjóra lögreglumenn s.l.nótt í miðborginni.Allir lögreglum.hlutu áverka og eru tveir á sjúkrahúsi.Aukin ofbeldisbrot gegn lögreglunni er mjög alvarleg þróun  fyrir fólkið í landinu.Virðing fyrir störfum hennar er grundvöllur þess að hún geti haldið uppi lögum og reglum.Við þekkjum flest í hverju störf hennar er fólgin,þau eru til að vernda þjóðina gegn hvers konar ógn og misrétti,fara á slysavettvang,umferðareftirlit ,fíkniefnaeftirlit ,vinna að björgunar - og forvarnarstörfum og vera hjálpar - og leiðbeinendur fólks á almannafæri.o.fl.

Því miður fjölgar alvarlegum árásum á lögregluna og skemmdum á lögreglubílum.Notkun hnífa og höggtækja  hvers konar virðast færast í vöxt og margir ráðast saman gegn einum aðila til að skaða hann sem mest.Það eru ekki aðeins lýsingar lögreglunnar á vettvangi,sem sanna ástandið í þessum efnum,líka slysadeild Borgarspítalans, spítalar og heilsugæslustöðar víðsvegar um landið.

Við þessu verður að bregðast við af festu og hjálpa lögreglunni m.a.með að gera enn frekari breytingar á hegningalögum til að herða refsingar fyrir árásir á lögreglu og torvelda henni störf á vettvangi.Ég tel að sá tækjabúnaður,sem hinn almenni lögreglumaður hefur yfir að ráða sé ekki nægjanlegur honum til varnar og til að framfylgja störfum sínum við stjórnlausa og hættulega menn.Að senda fleiri menn á vettvang kostar mikla fjölgun lögreglumanna og aukinn kosnað.Ég tel að lögreglan eigi að hafa allann þann öryggisbúnað sem kostur er til að sinna verkefnum sínum.Oftar en ekki er hún að koma fólki til hjálpar undan stjórnlausum fíkniefnaneytendum og ofurölva fólki.Þá verður lögreglan að vera þannig vopnum búin,að hún geti varið sig.Ég tel að lögreglan eigi að fá svonefndar rafbyssur,þær eru í reynd ekki hættulegri en þegar beita þarf þungum kylfuhöggum.Þá eru til margs skonar úðunarefni til að blinda árásarmenn  tímabundið og er það að sjálfsögðu notað ef við á.

Það er ekki gott ástand þegar lögreglumenn segja upp störfum í tugatali,telja starfsöryggi sitt ekki nægjanlegt og einnig vegna lélegra launa.Víkingasveitin leysir ekki þennan vanda nema að litlu leiti enda ekki stofnuð til að sinna þessum þáttum lögreglustarfsins.


Smá jólahugleiðing og jólakveðjur.

Manni verður oft hugsað til þess,að vissulega hlýtur hverjum kennimanni að vera mikill vandi á höndum að túlka grundvallaratriði kristinnar trúar,að umbúðirnar,hversu góðar sem þær eru ,skyggi ekki á sannindi trúarinnar á Guð og Jesúm Krist eða leiði til rangra ályktana þeirra sem á hlýða.Athöfnin má aldei vera umfangsmeiri og skrautlegri en innihald efnis,svo hið andlega svið beri ekki tjón af.

Erum við ekki of kröfuhörð gangvart prestum og kennimönnum ? Hljóta þeir ekki að búa við sömu efasemdir og langflest okkar um sannindi og veruleika hinnar helgu bókar.Hvað sem öllu þessu líður er kristin trú sú fegursta kenning og stefna sem hefur komið og því ber okkur að rækta hana af fremsta megni.Kenningin um ódauðleika sálarinnar og allir séu jafnir fyrir föður vorum á himnum er efasemdarmönnum íhugunarefni,en ekki hlutlæg sönnun.Hún samt skyggir ekki á kristna trú .að Guð sé í sjálfum þér þ.e.kærleikurinn.

Óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á  komandi ári.Lifið heil.


Schengen samningurinn veldur meiri vanda en hann leysir hr.dómsmálaráðhr.

Nú nær Schengen svæðið til nær allra landa Evrópu,nema fyrrv.sovétríkja Írlands og Bretlands.Niðurfelling á vegabréfum milli Schengen landanna hefur leitt af sér ýms vandamál,sem voru reyndar fyrirsjáanleg.Þar er um að ræða landamæraeftlit með  hvers konar afbrotamönnum s.s.fíkniefna, þjófagengum,mannsal,ólöglegt vændi ,barnaníðingar,farbönn, klámiðnaður,hryðjuverkamönnum o.fl.Eftirlit með svona afbrotammönnum var mjög tengt vegabréfa- og tölvueftirliti á landamærum.Ekkert annað jafn árangurríkt eftirlitsform hefur komið í staðin,þó svo að ýmis konar fullkomnari tæknibúnaður s.s. gagnabankar,fullkomnar myndavélar. gegnumlýsingartæki og aukin tæknileg samvinna þjóða hafi verið aukin.Það er mikill misskilningur hjá dómsmálaráðhr.í MBL í dag,að gagnabankar sé öflugra eftirlitstæki á landamærum,en að skoða persónuskilríki..Bæði kerfin styðja hvort annað,í gegnum vegabréfaeftirlit væri hægt að mata gagnabanka af öllum farþegum til og frá landinu.Það þarf að mata gagnabankann hr.dómsmálaráðhr.svo hann melti fæðuna.

Í stað vegabréfa áttu að koma alþjóðleg persónuskilríki,sem handhafar áttu ávallt að hafa meðferðis og framvísa við landamæraeftirlit og löggæslu væri þess krafist.Mér er ekki kunnugt um að þessi persónuskilríki séu almennt komin í gagnið hér á landi.Því ættu íslenskir ferðamenn að hafa vegabréf meðferðis erlendis ,þar sem það er eina löggilda persónuskilríkið hér á landi.Ég var mótfalinn inngöngu okkar í Schengen,bæði vegna hins mikla kosnaðar á flugstöðinni og launakosnaði og þó mest,að þessar breytingar veiktu eftirlitskerfi okkar  með  brotamönnum til og frá landinu.Að losna við að sýna vegabréf við komu og brottfarir milli landa fannst mér ekki réttlæta svo aðgerðamiklar breytingar.


Íslenskar björgunarsveitir þær bestu í heimi.

Í þeim miklu óveðrum undanfarnar vikur hefur mikið reynt á hundruð björgunarsveitarmanna víðsvegar um landið.Þessir sjálfboðaliðar eru svo skipulagðir og vel þjálfaðir að þeir virðast geta nánast mætt allri vá,sem að okkur sækir.Þyrluflugmenn bandaríksa hersins á Keflav.flugv.höfðu oft að orði að þessir íslensku sjálfskipuðu víkingar væru þeir bestu björgunarmenn,sem þeir vissu af.

Þeir takast á við öll óveður í hvaða mynd sem er.Þekking þeirra á staðháttum og færni að komast á slysstaði eða hafa uppi á týndu fólki er með ólíkindum.Ósérhlífni þeirra,kjarkur, áræðni  og ánægjan að fá að bjarga og hjálpa öðum er aðalsmerki þessa víkinga.

Sýnum eins og ávallt áður þakklæti okkar til björgunarsveitanna að kaupa sem allra mest af flugeldum fyrir áramótin.Helst vildi ég að þeir sætu einir að þessari sölu, þeir verðskula það svo sannarlega. 


Var vitni að skemmtilegum atburði hjá 6-7 ára dreng í Kringlunni í dag.

Var staddur í matsal á 3.hæð ásamt fjölda fólks,þar á meðal sat ungur ljóshærður drengur við næsta borð við mig.Allt í einu tekur hann til fótanna og hleypur að mannlausu borði skammt frá okkur og tekur þar gleraugu og hleypur síðan á miklum hraða niður stigann.Bannsettur strákurinn skyldi hann vera að stela gleraugunum.Ég fór fram á stigabrúnina og gat þaðan fylgst með honum.Þar sá ég hann stöðva gamlan mann,sem gekk við staf og afhenda honum gleraugun.Gamli maðurinn tók upp veski og stakk síðan einhverju í lófa drengsins.

Síðan kom strákurinn aftur að borðinu.Þetta var flott hjá þér strákur,sagði ég við hann.Hann horfði á mig smástund,síðan sagði hann.Mér líður svo vel ef ég get hjálpað sérstaklega gömlu fólki.Afi og amma vilja að ég geri helst góðverk á hverjum degi,ég bý heima hjá þeim.Ég hlustaði og horfði á þennan fallega glókoll,sem í jólaösinni  var að hugsa um hvernig hann gæti glatt og hjálpað öðrum.

Ég klappaði á kollinn á honum þegar ég fór og sagði,Þú hefur líka glatt mig,þér gleymi ég ekki.Hann brosti fallega til mín.

Svona atvik kemur mér í jólaskap,þökk sé glókolli. 


Handtaka Erlu Óskar eins og um væri að ræða hættulegan glæpamann.

Vissulega gat útlendingaeftirlitð hafnað komu hennar til Bandaríkjanna,hafi hún gerts áður brotleg  t.d.um  lengd dvalartíma í landinu.Synjun um landgöngu þýðir í reynd að viðkomandi farþegi skal fara úr landi eins fljótt og auðið er undir eftirliti útlendingaeftirlitsins.

Um þetta er ekki deilt,heldur framkvæmd aðgerðarinnar varðandi hand - og fótjárnun hennar og óviðeigandi framkomu.Handtöku þeirri ,sem Erla Ósk hefur skýrt frá er með öllu ólögmæt,slíkt á aðeins við  um eftirlýsta og hættulega glæpamenn.Þarna er augljóslega vegið að mannihelgi viðkomandi með niðurlægjandi hætti á grimmilegan hátt og ekki á neinn hátt í samræmi við meint brot.

Ég þekki þessi mál af eigin reynslu úr starfi mínu við útlendingaeftirlit á Keflav.flugv.Þegar komufarþega til landsins er synjað um landgöngu er viðkomandi skýrt frá málavöxtum og honum gefið tækifæri til að andmæla. Honum er jafnframt tilkynnt,að hann verði sendur úr landi til sama lands og hann kom frá.Í slikum tilvikum þarf ekki að beita harðræði. Sé hins vegar um að ræða aðila,sem grunaðir eru um mannsal,fölsuð vegabréf, meint brot á meðferð fíkniefna o.fl.alvarlegum brotaflokkum þá getur þurft að handjárna þá af öryggisástæðum á leið til fangelsis.

Framganga Ingibjargar Sólrúnar, utanríkisráðhr.í þessu máli er til sóma.Fljótt brugðist við á öruggan hátt.


Er dómsmálaráðhr.samþykkur að morðingi og nauðgari afpláni í opnu fangelsi ?

Í blaðinu 24 Stundir er skýrt frá því ,að Stefán Hjaltesteð Ófeigsson,sem dæmur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi  árið 2004 fyrir tvær hrottalegar nauðganir og Atli Helgason,sem dæmdur var í 16.ára fangelsi fyrir morð árið 2001 afpláni nú á Kvíabryggju,sem er skilgreint sem opið fangelsi með lágmarks eftirliti.

Fangar sem afplána á Kvíkjabryggju þurfa ekki að undirgangast sálfræðilegt mat um hvort þeir séu færir um að afplána undir lágmarkseftirliti og njóta ákveðins frelsi s.s.dagsleyfi án fylgdar.

Mín skoðun er sú,að hættulegir afbrotamenn eins og nauðgarar og morðingjar eigi undir engum kringumstæðum að vistast í opnu fangelsi.Þeir eiga að afplána á Litla -Hrauni,það er eina fangelsið sem fullnægir þeim öryggiskröfum kröfum,sem við gerum fyrir vistun hættulegra afbrotamanna eins og hér um ræðir.

Dómsmálaráðhr. og Fangelismálastofnun bera ábyrgð á þessum málum.Það er ekki hægt endalaust  að afsaka skort á fangelisrými um úrræðaleysi á afplánun fanga.Það var meira að segja í tíð Ólafs Jóhannessonar þáverandi dómsmálaráðhr.búið að finna lóð undir fangelsi og gera frumteikningar fyrir rúmum 40 árum síðan.

Svo virðist sem Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.ráði ekki við þennan málaflokk og geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins.Við þurfum nýtt  deildarskipt fangelsi,þar sem aðbúnaður og öryggismál fanga er í lagi.Þeir fái góða uppbyggilega  aðstöðu til náms og frístundaiðju.Fíkniefnaneysla í fangelsum verði gerð refsiverð,núverandi ástand er öllum sem hlut eiga að máli til skammar.

Það er afar slæm lífsreynsla fyrir þolendur hættulegra afbrotamanna,að vita af þeim í opnum fangesum eða eiga von á símtölum frá þeim.Svona gerum við ekki hæstvirtur dómsmálaráðhr.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband