Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ógnvænlegt okur.Tólffaldur verðmisunur á Glucosamine (liðaktín)í Bandaríkjunum og Íslandi.

Ég tel rétt að vekja athygli á þessum mikla verðmismun á þessu lyfi.Í Bandaríkjum kosta 240 töflur af 1500 mg.Glucosamine 12 dollara í verslunum eða um 800 kr.en 60 töflur hérlendis 500 mg.2500 kr.eða tólffalt meira.Sé hins vegar reiknað út frá styrkleika lyfsins verður verðmismunurinn 36 faldur. Aðflutningsgjöld eru ekki með í þessum útreikningi,enda myndu þau litlu þar um breyta.Þetta lyf er aðalega notað vegna  hvers konar brjóskeyðingar og liðslita og er unnið úr skelfiski,sem kunnugt er.Þúsundir Íslendinga nota þetta lyf með mjög góðum árangri samkvæmt læknisráði.

Í útvarpinu í dag hlustaði ég á viðtalsþátt,þar sem frá því var skýrt,að almennum verslunum yrði eftirleiðis bannað að selja lyfið,einungis lyfjaverslunum og var talið að verðið myndi þá hækka til muna,þar sem lítil sem engin samkeppni er á milli þessa verslana.Hvar er nú frelsið og samkeppnisandinn.Þetta er náttúrlega ekkert annað en okur af verstu gerð.Verðmismunur á flestum lyfjum í Bandaríkjunum og Íslandi er frá 6-12 faldur.

Enn og aftur verður maður vitni af  grímulausri auðhyggju og græðgi,sem engin bönd halda.Maður veltir fyrir sér hvort engin siðferðis - eða samkennd sé til á þessum vettvangi.Mest af þessu lyfi er notað af eldra fólki,þar sem margur hver hefur mjög takmörkuð peningaráð.


Fiskveiðistefnan hefur leitt til alvarlegra afbrota sjómanna og útgerðarmanna.

Þetta var niðurstaða Kompás þáttar um fiskstjórnunarkerfið,eftir að hafa rætt við tugi sjómanna um hvaða aðferðum er beitt við að brjóta reglur og lög þar að lútandi.Nú eru liðin 23. ár  síðan kvótakerfið svonefnda  var tekið í notkun við stjórnun fiskveiða innan fiskveiðilögsögunnar.Þetta kerfi átti að vernda fiskistofna og byggja þá upp,en hvorugt hefur gengið eftir eins og kunnugt er.Þess í stað hefur myndast í kringum þetta fiskveiðikerfi ein alls herjar óreiða,misferli og alvarleg afbrot eftir að lögunum var breytt 1991, er kvótinn var framseljanlegur og leigður.Allir vita þetta í öllum sjávarbyggðum umhverfis landið,að fiski er hent í hafið í tugþúsund tonna vís,aðeins komið með verðmesta fiskinn að landi,fiski landað fram hjá vigt í miklu mangi,hluti af lönduðum afla gefið upp sem ís og rangar fisktegundir gefnar upp m.a. á þann hátt að láta efst í fiskkerin þá fisktegund , sem gefin er upp við vigtun,t.d.verðminni fisk eins og ufsa yfir þorsk.Þá mun vera einhver misbrestur á magntölum  fiskútflutnings í gámum.Vitað er að þessi lögbrot varða tugum miljarða  ári,en ríkisstjórnarfl.vilja engu breyta

Hagsmunir sjómanna og útgerðarmanna fara saman í  þessum lögbrotum,báðir aðilar hagnast vel og enginn vill opinbera þessa verknaði.Stærstu kvótaeigendur þjóðarinnar,sem hafa mótað þetta kerfi með Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.sem standa vörð um óbreytt fiskveiðikerfi.Ég hef rætt við fjölda sjómanna,sem hafa allir verið viðriðnir  framangreind lögbrot í þessum efnum,en vilja náttúrlega ekki viðurkenna brotin opinberlega,enda fengju þeir þá þunga dóma fyrir verknaðinn.Brýn nauðsyn er á að rannsaka þessi mál til hlýtar,þar sem jafn ríkir þjóðarhagsmunir eru í veði.Þá þyrftu dómsyfirvöld að sjá til þess,að þolendur þessa kerfis fengju ekki refsingu fyrir að skýra rétt frá staðreyndum.Það verður að leiða fram með framburði þessa aðila alla þætti þessa rangláta og forheimskulega kerfis.

Færeyingar reyndu þetta kvótakerfi fyrir nokkrum árum í stuttan tíma,þeir töldu það óhæft með öllu og hættu við það.Töldu innbyggt í kerfið miklar freistingar til lögbrota og  vildu ekki gera sína sjómenn og útgerðarmenn að glæpamönnum,eins og þeir orðuðu það.Þeir töldu  íslenska kvótakerfið ekki vernda fiskistofna,heldur þveröfugt ganga á þá.

Kompás hefur enn og aftur sýnt lofsvert framtak að upplýsa glæpamál og nú í fiskveiðikerfinu.


Jón Ásgeir dæmdur fyrir 1. ákærulið af 58. Dómar í Baugsmálinu vega jafn þungt í réttarkerfinu og hnupl í verslunum.

Baugsmálið var alltaf kynnt , sem stærsta  og umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar.Það sem vakti mest athygli við upphaf málsins voru bein tengsl fyrrv.forsætisráðhr.Davíð Oddssonar og hans nánustu vina og áhrifamanna í Sjálfstæðisfl..Aldrei hafði upphaf sakamáls áður verið jafn tengd pólutískum aðgerðum og áhrifum og Baugsmálið.Sú réttarfarlega hörmungarsaga er löngu landskunn og verður ekki rakin hér,enda þjóðin haft þetta mál fyrir augunum í tæp 5 ár.

Stærstum hluta málsins hefur á þessum árum verið ítrekað vísað frá´Héraðsdómi og Hæstarétti,en sífellt skotið aftur í inn í dómskerfið ,án þess að sýnileg ný gögn hafi komið fram í málinu,sem gætu nokkru breytt um niðurstöðu þess.Alls var ákært í 58 ákæruliðum gegn Jóni Ásgeir,en aðeins dæmur fyrir einn ákærulið.Þessi langvinnu réttarhöld hafa reynt mjög mikið á þær fjölskyldur,sem rannsókninni var beint gegn,einnig bendir margt til þess,að þær hafi  orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni.

Nú er loks búið að kveða upp dóm í Héraðsdómi yfir Jóni Ásgeir og Tryggva. Jón hlaut 3.mán.skiloðrsbundinn dóm,en Tryggvi 9 mán.einnig skiloðrsbundinn dóm.Hvernig var hægt að halda úti samfelldri rannsókn og dómsmeðferð í málinu,ef sakarefni málsins var svo illa skilgreind og  nauðaómerkilegt,að þau réttlættu aðeins dóm ,sem svarar til minni háttar búðarhnupls.Svo virðist sem öll þessi atlaga gegn Jóni Ásgeir og föður hans hafi verið gerð til þessa brjóta Baugsveldið á bak aftur.Þeir menn sem koma við sögu málsins strax á frumstigi þess,Davíð Oddson þáv.forsætisráðhr.Styrmir Gunnarsson ritstj.,Jón Steinar Gunnlaugsson hrl.og fyrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Kjartan Gunnarsson.Allt eru þetta þungaviktarmenn flokksins með víðtæk sambönd í þjóðfélaginu.

 Baugs menn hafa þegar tilkynnt ,að þeir skjóti málinu til Hæstaréttar.Þessi málsmeðferð öll er einstök í ísl.réttarkerfinu,þar sem pólutíks spilling virðist kruma innan réttarkerfisins.Þá eykur það ekki traust manna , hvernig starfsráðningum er háttað innan þessa stofnana.

Ekki liggur ennþá fyrir hver heildarkosnaður málsins verður,bæði er tekur til verjenda sakborninga og kosnað ríkislögreglustj.embættisins,en ætla má að það verði á annað hundrað miljónir.Treystir dómsmálaráðhr.og ríkislögreglustj. sér að bera fjárhagslega ábyrgð á þessu máli.

Í kvöldafréttum skýrði Jón Gerald frá því  að forsvarsmenn KB banka og Glitnis,hefði boðið sér við upphaf málsins miljónir dollara ef hann drægi kæru sína til baka.Hann nafngreindi þess menn,en getur ekki sannað þessi ummæli þeirra.Jón gæti lent í slæmum skaðabótamálum,hann ætti nú að nema staðar.


Sífelld lýgi ríkisstjórnarinnar glymur í eyrum þjóðarinnar.

Ríkisstjórnin heldur því stöðugt fram,að lískjör séu að batna hér á landi.Á sama tíma fjölgar stöðugt þeim fjölskyldum,sem leita framfærsluaðstoðar.Fátækt eins og hún er skilgreind  hér á landi hefur aukist stöðugt frá frá l998,þegar hún var 13 ,6%,en er nú um 30%,hefur rúmlega tvöfaldast.Þá  er um 30% öryrkja og ellilífeyrisþega undir fátækramörkum og 32% einstæðra foreldra einnig.Sé miðað við hin Norðurlöndin erum við með 2 - 3 sinnum meiri fátækt en hjá umræddum aðilum hérlendis.

Þessar niðurstöður afhjúpa lýgi ríkisstjórnarinnar um kaupmáttaraukningu þessa lálauna fólks.Þeir virðast trúa því , að stöðug og sífelld ósannyndi geti  orðið í hugum fólks að sannleika.Treysta á vanþekkingu kjósenda og beita sömu aðferðum og þekkt eru í alræmdum einræðisríkum,að endurtaka lýgina með upplognum tölum,sem verða til innan þeirra eigin stofnana.

Á þessu verða kjósendur að vara sig og byggja sína þekkingu á áreiðanlegum hagtölum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands ,ASÍ,Hagstofunnar.o.fl.aðila. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband