Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Verðtrygging verði afnumin - barn síns tíma -Sjálfstæðisfl.ráðvilltur.

það ætti öllum að vera orðið ljóst,hvernig tilvist verðtryggingarinnar  dregur úr virkni stýrivaxta Seðalbankans.Þegar verðtryggingin er til staðar hafa bankar alls enga ástæðu til að styðja við Seðlabakann,því þeir bera alls enga verðbólguáhættu af verðtryggðum lánum,það gera náttúrlega lántakendur.Afleiðingin er öllum ljós t.d.hækkar stöðugt höfuðstóll íbúðarlána og nú er svo komið að þúsundir lántakenda eru komnir í mikil fjárhagsvandræði.Aðgangur almennings að lánum í erlendri mynt er líka verðtryggingunni um að kenna og  hefur líka orðið til að draga tennurnar úr stýrivaxtastefnu Seðlabankans.

Enn standa öll spjót á stýrivaxtastefnu Seðlabankans,sem virðist vera gagnslaus gagnvart verðbólgunni.Á meðan flýtur gjaldmiðill  þjóðarinnar krónan stjórnlaus á heimsmarkaði verðbréfabraskara.Sjálfstæðisfl.finnur sér engan lendingastað í þessum umróti fjármálanna,  frjáls - og auðhyggjustefna flokksins nær engri stefnumarkandi samstöðu  við Samfylkinguna,sem hefur ákveðna stefnu um að sækja um aðild að EB.Eftir slíkar umræður getur þjóðin  fyrst ákveðið ,hvort gerlegt sé að ganga í bandalagið.Seðlabankann burt og verðtrygginguna líka.


Vandmeðfarin fjáröflunarleið stjónvarpsstöðvarinnar Ómega.

Sjálfsagt vilja allir sjá ungmenni fá styrk frá Guði til að geta séð ljósið í myrkri langrar ógæfu áfengis -og fíkniefnaneyslu.Við höfum undanfarið séð fjölda ungmenna lýsa á dramantískan hátt á Ómega lífi sínu í þessum undirheimum,þar sem hvers konar afbrotum var beitt til að afla fjármuna til fíkniefnakaupa.Þegar svo allt um þraut og vonleysið heltók þessa einstaklinga opnaðist þeim heimur trúarinna á Jesú Krist og Guð.Þar fengu þeir  styrk frá ýmsum mætum söfnuðum,sem leiddu þá fyrstu sporin inn í helgidóm trúarinnar.

Allt þetta ágæta fólk,sem hefur lýst fyrir okkur lífi sínu allt frá barnæsku til fullorðinsára ber að þakka einlægni sína.Trúna þarf samt að hemja innan ákveðinna marka,hún má aldrei verða umfangsmeiri en innihald efnissins,svo hið andlega svið trúarinnar njóti sín.Við meigum aldrei "umbera" trúna vegna einhverra gamalla arftekinnar lotningar,sem prýðir athafnir eins og stundum má sjá í kirkjum landsins.

Kenningin um ódauðleika sálarinnar og allir séu jafnir fyrir föður vorum á himnum,er mér sem öðrum efasemdarmönnum íhugunarefni,en ekki hlutlæg sönnun.Hún skyggir samt ekkert á kristna trú.

Ég hef heyrt suma viðmælendur Ómega tala um að það sé Guðs vilji að gefa stöðinni fármuni,væri ekki eðlilegra að sú ósk kæmi frá hverjum og einum,sem vilja styrkja stöðina.


Hvar er Guð -hvernig lýtur hann út -hvaðan kemur hann,spurði mig ungur drengur um daginn.

Ég get ekki svarað þér,spurðu foreldra þína.Þau segja að Guð sé allt það góða inni í mér,en sé ekki  sýnilegur.Þá hlýtur það að vera rétt ,sagði ég.Ég hef stundum hitt þennan litla dreng á golfvellinum og verið að segja honum til í golfinu.

Eitt sinn er honum gekk illa að hitta kúluna rétt,sagði hann,hvar er þessi  Guð Kristján getur hann ekki hjálpað mér? Hann er að hjálpa þér,þú spilar betra golf í dag en í gær,sagði ég.Hann horfði á mig og hristi hausinn.Veistu þú nokkuð  hvert ég fer þegar ég dey,spurði hann.Kannski er golfvellirnir miklu flottari þar en hér,bætti hann við.Af hverju ertu alltaf að spyrja um Guð,spurði ég.Hann afi er nýdáinn,hann var sko góður golfari og sagðist myndi taka á móti mér hinum megin.Ég leiddi hjá mér frekari umræður um Guð og dauðann og  kvaddi þennan litla fallega dreng og sagði honum,að hann yrði sennilega miklu betri golfari en afi hans.

Það hlýtur að vera hverjum kennimanni mikill vandi á höndum að túlka grundvallaratriði kristinnar trúar,að umbúðirnar verði,hversu góðar sem þær eru,skyggi ekki á sannindi trúarinnar á Guð og Jesúm Krist eða leiði til rangra ályktana þeirra sem á trúa.Það er sjálfsagt mjög ertfitt hlutverk fyrir presta að skapa lifandi snertingu við andlegan veruleikann.Móðir mín,sagði mér ávallt, að Guð væri kærleikurinn í sjálfum þér.Við þá fallegu og auðskyldu trú hef ég búið.Reyndi samt þegar ég var lítill að hlaupa undir enda regnbogans og spyrja hann.

Á meðan við miðum líf okkar hér á jörðu að meira eða minna leiti við  undirbúning "einhvers skonar" annað líf,er og verður trúin a.m.k.á Jesúm Krist eilíf.


Er seðlabankastj.Davíð Oddsson,sambandslaus við land og þjóð?Bankinn verði lagður niður.

Þegar seðlabankastj.var spurður nýverið um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á 30% þorskveiðiheimilda í sjávarbyggðum landsins, svaraði hann á þann veg, hvort eitthvað atvinnuleysi væri í landinu.Ekki var á honum að heyra að til neinna aðgerða þyrfti að koma.

Satt best að segja var ég undrandi á þessum ummælum seðlabankastj.Hafa ekki allir landsmenn heyrt viðbrögð fólks í sjávarbyggðum umhverfis landið vegna þessarar skerðingar ,þar sem það er að missa atvinnu og miljarða fjármuni.Hefur seðlabankastj.ekkert kynnt sér mótvægistillögur ríkisstjórnarinnar? Er Davíð Oddsson að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða Seðlabankans?

Það er persónuleg skoðun mín,að við ættum að leggja niður Seðlabankann.Það sjást engin bremsuför hjá þeirri stofnun  á verðbólguþennslunni og  verðbólgumarkmið 2.5%,sem gerð voru við aðila vinnumarkaðarins eru víðsfjarri.Krónan siglir stjórnlaust í verðbréfabraski erlendra aðila.Seðlabankinn á svo Evrópumet í margfalt hærri vöxtum en annars staðar þekkjast.Burt með þessa vanburða stofnun.


Gott skipulag,trúnaður og skilvirt upplýsingakerfi löggæslunnar skilar árangri.

Þegar löggæslan fær nægan tíma,mannafla og fjármuni til að rannsaka umfangsmikil fíkniefnamál þá nær hún árangri.Því miður hafa rannsóknir fíkniefnamála verið fremur tilviljunarkenndar í gegnum árin sökum mannfæðar og skorts á fjármunum.Rannsóknir sem taka til fjármögnunar, skipulags innflutnings og dreifingu  fíkniefna eru afar flókin og tímafrek.Hér verður ekki farið út í að skilgreina þeim aðferðum sem beitt er við uppljóstrun slíkra mála.

Ljóst er á þessu máli,að löggæslan hefur gefið sér góðan tíma,  unnið faglega og áunnið sér traust viðkomandi löggæslumanna í öðrum löndum.Það gleður mig mikið að þetta mál skyldi upplýsast á jafn farsælan hátt og raun ber vitni.Nú ættu stjórnvöld að sórauka fíkniefnarannsóknir og sýna það í verki á næstu fjárlögum,að þjóðin sé ákveðin í að hefja alls herjar stríð við fíkniefnaheiminn.Fólkið í landinu á að treysta löggæslunni .Látið álit ykkar í ljósi og hvetjið öll heimili í landinu að vera vel á verði gegn þessum versta óvini samtímans.


Lögmaður ákærður fyrir kynferðisbrot 4.14 ára stúlkna -Er á sama tíma verjandi meintra barnaníðinga.

Hvers konar réttarfar býr þjóðin við.Ég trúi ekki að svona málsmeðferð samrýmist lögum  um meðferð opinberra mála.Hvernig væri að dómsmálaráðherra upplýsi þjóðina um réttarfarlega stöðu hins ákærða lögmanns,sem verjanda á sama tíma  í meintu barnaníðingsmáli.Stjórnvöld tala um endurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála á komandi þingi.

Það er mjög slæmt að svona mál velkist í  dómskerfinu og skaði virðingu  almennings á framkvæmd jafn viðkvæmra mála og hér um ræðir.Á undanförnum árum hefur niðurstaða fjölda  dómsmála einkanlega í kynferðismálum sætt mikilli og vaxandi andúðar fólksins í landinu og fátt bendir til að úr þeim vanda rætist.Dómsmálaráðhr.Björn Bjarnason verður að taka á þessum málum af festu eins og nú er gert hjá lögreglustj.í miðborg Reykjavík.Láta verkin tala  eins og gert er hjá löggæslunni í fíkniefnamálum.Gott skipulag,frábær árangur. Öll þessi mál koma undir dómsmálaráðhr.og ber að þakka honum góðan stuðning við það  sem vel er gert.  


Sammála lögreglustj.í Reykjavík,að skemmtistöðum í miðborginni verði lokað kl.tvö.

Fyrir nokkru síðan bloggaði ég um vandamál miðborgar Reykjavíkur og lagði til að skemmtistöðum yrði þar  lokað kl.2 -3.Svonefndum næturklúbbum,sem hafa opið næturlangt yrði fundinn staður utan miðborgarinnar.Önnur bæjarfélög umhverfis borgina,sem daglega er kallað Stór- Reykjavíkursvæðið  virðast láta sér fátt um finnast um áfengis - og fíkniefnaneyslu sinna ungmenna í miðborginni.Er ekki löngu tímabært að viðkomandi bæjarfélög , sem eru samtals með íbúafjölda yfir 70 þúsund manns axli ábyrgð með höfuðborginni að koma upp skemmtistöðum innan sinna bæjarfélaga,sem höfði til ungmenna o.fl.Það ætti að geta leitt til fækkunar fólks í miðborginni. 

Sé litið almennt til stórborga í Evrópu eru næturklúbbar oftast staðsettir í göngufæri frá veitingahúsum miðborga.Því miður hafa viðkomandi borgar -  og lögregluyfirvöld í Reykjavík ekki haft neitt nothæft skipulag í þessum málum.Miðborg Reykjavíkur hefur í áratugi verið um helgar  bæli fyrir fyllibyttur og fíkniefnaneytendur.Skortur á salernum veldur m.a. því að fólk mígur og skítur út um allt, götur  og gangstéttir eru þakktar hvers konar rusli og glerbrotum.

Stefán Eiríksson,lögreglustj.á þakkir skilið fyrir að reyna að ráða bót á þessum stóra vanda miðborgarinnar.Vonandi lætur borgarstjórinn sig málið varða líka. 


Krafa um kæru fyrir skilasvik - áður dæmdur í þriggja ára fangesli fyrir að valda slysi.

Jónas Garðarsson var dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangesli fyrir að hafa valdið sjóslysinu á  á skemmtibátnum Hörpu  við Skarfasteina á Viðeyjarsundi í sept.2005.Eins og kunnugt er létust maður og kona í þessu slysi.Báturinn var úrskurðaður í löggeymslu l9 okt.2006 og var Jónasi tilkynnt um það samdægurs.

Aðstandendur hinna látnu voru dæmdar 10.mil.kr.í skaðabætur og var báturinn settur sem trygging að hluta til að greiða þá upphæð.Fréttablaðið skýrði frá því 5.sept.s.l.að báturinn hefði ekki funndist þegar átti að bjóða hann upp.Nú er komið í ljós,að Jónas Garðarsson sendi bátinn úr landi 17.nóvember 2006 eða mánuði eftir að hann var úrskurðaður í löggeymslu.Aðstandendur kærunnar gera nú þá kröfu á hendur Garðari,að hann verði kærður fyrir skilasvik.

Hvar var báturinn geymdur eftir að hann var úrskurðaður í löggeymslu? Hafði kærði í málinu greiðan aðgang að bátnum.?Hver sá um útskipun og flutning á skemmtibátnum?Nauðsynlegt er m.a. að þetta verði upplýst.Vonandi tekst Jóhannesi R.Jóhannssyni,lögm.aðstandenda að fá innheimtar þær 10 mil.kr.sem þeim voru dæmdar.


Verður gerð líkamsleit hjá brottfararfarþegum á Keflavíkurflugv.?

Í dag hófst líkamsleit á brottfararfarþegum á Kastrupflugvelli,sem sagðar eru grundvallaðar á alþjólegum reglum.Hingað til hefur skönnun verið látin nægja,en hertar öryggisaðgerðir leiða nú til líkamsleitar.Hér er um að ræða aðgerðir,sem lengi hafa verið umdeildar, t.d.hefur tollgæslan hér á landi lagalegar heimildir til líkamsleitar í lokuðu rými hjá komufarþegum til landsins.Slíkar heimildir eru aðalega nýttar til leitar á farþegum,sem grunaðir eru um fíkniefnamisferli.Almennar handleitir á brottfararfarþegum eru afar tafsamar og þurfa að vera vel skilgreindar  í lögum.Neiti t.d.farþegi handleit ,á þá að neita honum um brottför og frekari viðurlögum beitt t.d.sektum? Þarf að fá dómsúrskurð til leitar eða meiga öryggisverðir beita valdi við framkvæmdina? Á leitin að fara fram í lokuðu rými?Það er fjölmargt sem þarf að skoða vandlega áður en farið er í slíðar aðgerðir.

Ég hef ekki kynnt mér alþjóðlegar öryggisreglur á þessum vettvangi né á hvaða lagaheimildum þær eru grundvallaðar.Fróðlegt verður að sjá hvort Íslendingar taki upp starfhætti Dana í þessum efnum og hvort koma þurfi til einhverra lagabreytinga hér við slíkar verklagsbreytingar.


Ég nefni þá bloggbleyður,sem eru með lokaðar heimasíður.

Blogg er m.a. til að skiptast á skoðunum,auka þekkingu sína,gagnrýna og lofa það sem vel er gert.Skapa opnari viðræður um daglegt líf og kynnast fjölda fólks og viðhorfum þess.Allt er þetta mjög jákvætt ef allir sýna hvor öðrum tillitssemi og viðeigandi háttsemi.Vitanlega skarast allar skoðanir manna,lífsýn manna eru jafn fjölbreytileg eins og við erum mörg.

Nokkrir stjórnmálamenn þar á meðal ráðherrar eru með lokaðar heimasíður.Mér finnst þeir eiga ekki heima í blogginu.Það ættu að vera reglur hjá Morgunblaðinu um, að bloggsíður eigi að vera opnar og allir skrifi undir með réttum nöfnum.Finnst nokkrum það heiðarleg framkoma að deila á menn og málefni og leyfa engum  andsvör á sínu bloggi ? Ég leyfi mér að kalla þessa aðila bloggbleyður,sem ættu að hverfa sem allra fyrst úr bloggheimum.Þeirra verður örugglega ekki sárt saknað.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband