Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hvernig verður öryggis - og varnarmálum Íslands háttað undir stjórn utanríkisráðhr.?

Fram hefur komið,að búið sé að ræða við nokkur NATO ríki um  tímabundnar flugæfingar hervéla á Íslandi.Ekki hefur verið upplýst ennþá hver aðkoma Íslendinga verður v/ þessa æfinga.Hins vegar hefur verið rætt um að þessar liðsveitir NATO fái aðstöðu á Keflav.flugv.er varðar húsnæði og mat þeim að kosnaðarlausu eins og reyndar  var áður  meðan varnarliðið rak herstöðina.

Þessir NATO flugmenn sem hér munu dvelja við æfingar eru hermenn og lúta því herlögum í einu og öllu.Þegar bandaríski herinn var hér höfðu þeir alltaf herlögreglu til að framfyljga herlögum.Hvernig þessu verður háttað hjá utanríkisráðhr.veit ég ekki.

Ég tel nokkuð fullvíst að Íslendingar verði fyrr eða síðar  eins og aðrar fullvalda þjóðir að koma sér upp heimavarnarliði til að annast sjálfir sín öryggis - og varnarmál.Ég tel ekki ólíklegt að bandalagsþjóðir okkar innan NATO óski formlega eftir því við íslensk stjórnvöld,að hér verði a.m.k.sérhæft heimavarnarlið,sem bandalagsríkin geta leitað til vegna þeirrar miklu hættu,sem heiminum stafar frá hryðjuverkasamtökum.Veikasta öryggiskeðjan má ekki liggja um Ísland.Þessir ósýnilegu fjandmenn eiga sér engin landamæri.Ég hef áður lýst þeirri skoðun minn,að umrætt heimavarnarlið komi undir  sjálfstæða stjórn Almannavarna,sem hafi  nána samvinnu við utanríkisráðneytið , löggæsluna ,landhelgisgæslu og björgunarsveitir.

Komi til þess að Íslendingar nái kosningu í Öryggisráð SÞ,sem ég mæli gegn,getur það leitt til meiri áhættu  um hryðjuverk hér,vegna þeirra ákvörðuna ,sem við kunnum að taka gegn þjóðum sem halda hlífðarskyldi yfir alls konar hryðjuverkasamtökum.


Hver á að bera ábyrgð á tjóni,sem NATO hervélar valda /v æfinga á Íslandi ?

Ég hlustaði á umræður frá alþingi  í dag um öryggis - og varnarmál þjóðarinnar.Ég er sammála að þessi mál komi undir utanríkisráðuneytið,en ekki kom fram í umræðunum hvernig hernaðarleg aðkoma ráðuneytisins verður í samskiptum við NATO ríkin.Um hernaðarleg samskipti gilda allt aðrar aga - og samskiptareglur,en í almennum utanríkismálum.Fróðlegt verður að sjá hvernig þau mál verða leyst.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 8.maí 1951 er enn í gildi.en hann gæti haft ákveðinn fordæmisgildi.Í 12.gr samningsins varðandi tjónaskiptingu milli landanna,þar sem Bandaríkin bera ein ábyrgð skulu þau greiða 85% en Ísland 15%.

Hvernig verður þessum málum háttað varðandi æfingaflug NATO ríkja innan lofthelgi Íslands? Hvað um réttarstöðu NATO hermanna ,sem dvelja hér tímabundið, fer hún eftir herlögum viðkomandi ríkja eins og gilti um Bandaríska hermenn á samningssvæðunum.Í 2.gr.10tl. varnarsamingsins stendur orðrétt.:"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samningssvæðunum og gera viðkomandi ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi".Ég taldi ávallt að þessi grein bryti í bága við Stjórnarskrá Lýðveldisins,þar sem Íslendingar einir geta farið með slíkt vald.

Þessi samningur var barn síns tíma og löngu tímabært að segja honum upp.


Hver á að bera ábyrgð á tjóni, sem erlendar herflugvélar kunna að valda v/æfinga á Íslandi.

Ég hlustaði á umræður frá alþingi  í dag um öryggis - og varnarmál þjóðarinnar.Ég er sammála að þessi mál komi undir utanríkisráðuneytið,en ekki kom fram í umræðunum hvernig hernaðarleg aðkoma ráðuneytisins verður í samskiptum við NATO ríkin.Um hernaðarleg samskipti gilda allt aðrar aga - og samskiptareglur,en í almennum utanríkismálum.Fróðlegt verður að sjá hvernig þau mál verða leyst.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin frá 8.maí 1951 er enn í gildi.en hann gæti haft ákveðinn fordæmisgildi.Í 12.gr samningsins varðandi tjónaskiptingu milli landanna,þar sem Bandaríkin bera ein ábyrgð skulu þau greiða 85% en Ísland 15%.

Hvernig verður þessum málum háttað varðandi æfingaflug NATO ríkja innan lofthelgi Íslands? Hvað um réttarstöðu NATO hermanna ,sem dvelja hér tímabundið, fer hún eftir herlögum viðkomandi ríkja eins og gilti um Bandaríska hermenn á samningssvæðunum.Í 2.gr.10tl. varnarsamingsins stendur orðrétt.:"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samningssvæðunum og gera viðkomandi ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi".Ég taldi ávallt að þessi grein bryti í bága við Stjórnarskrá Lýðveldisins,þar sem Íslendingar einir geta farið með slíkt vald.

Þessi samningur var barn síns tíma og löngu tímabært að segja honum upp.


Er Ársreikningaskráin í bakvasa Seðlabankastj. ? Hvar er forsætisráðhr. ?

Ráðamenn Sjálfstæðisfl.verja krónuna með kjafti og klóm,þeir ættu þó að vita að  framtíð krónunnar ræðst á erlendum mörkuðum. Flæði krónunnar upp og niður er eins og loftvog, engin veit fyrirfram um styrkleika hennar eða veikleika.

Nú hefur fyrirtækið Landic Property fengið synjun um að færa bókhaldið í evrum og nú býður Kaupþing eftir úrskurði Fjármálaráðhr.hvort fyrirtækið fái að færa bókhaldið í evrum eftir að Ársreikningaskrá hafnaði i beiðni þeirra.Það er ekki hikað við að stefna þessum málum í þá óvissu,að stærstu fyrirtæki þjóðarinnar hreinlega fari úr landi.

Nú reynir á Samfylkinguna að spyrna við fótum og stöðva þessa stórhættulegu stefnu,sem myndi valda þjóðinni gýfurlegu tjóni.Það virðist sem Davíð Oddson Seðlabankastjóri hafi öll ráð í hendi sér í þessum málum og ráðhr.Sjálfstæðisfl.fari að hans vilja í einu og öllu.Þetta er að verða eins og illkynjað mein á þjóðfélaginu.

Krónan okkar er stórhættuleg efnahagskerfi þjóðarinnar af því við ráðum engu um framtíð hennar á erlendum verðbréfa mörkuðum.Það liggur beint við að taka upp evruna þar sem aðal viðskiptalönd okkar eru á því svæði.


Ofstækisöfl í forustu Sjálfstæðisfl. - Valdboðið haft að leiðarljósi.

Í Fréttablaðinu  í dag er mjög athyglisverð grein eftir Sigurð Lindal lagaprófessor um embættisveitingu Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.Þar segir m.a.Einu sinni var kjörorð Sjáfstæðisfl.: "Gjör rétt - þol ei órétt ".Er kjörorðið nú:Gjör rangt - þol órétt ? Það er ljóst að hinum reynda lagaprófessor er ofboðið hvernig staðið var að þessari embættirveitingu hjá settum dómsmálaráðhr.Árna Mathiesen og rökþrota varaformanni flokksins,sem reynir að drepa málinu á dreif í því skyni að vekja samúð með hinum nýskipaða dómara.

Sigurður telur að innan ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins hafi hreiðrað um sig ofsatrúarhópar,sem vandi sé að skilgreina,en þeir hafi náð til forustu flokksins í Valhöll.Sigurður segir réttilega að málið snúist ekki um persónu Þorsteins Davíðssonar þó ítrekð sé reynt að beina umræðunni þangað,heldur röksemdir dómnefndarinnar og lagaskilning í anda réttarríkisins.

Ljóst er að form.Sjálfstæðisfl.er á hálli braut,málgagn hans og stór hópur flokksbræðra hans einkanlega  á Morgunblaðinu eru honum andstæðir m.a.vegna samstarfsins við Samfylkinguna.Sumir halda því ákveðið fram að Davíð haldi ennþá fast í marga valdaþætti flokksins og sýni það  m.a.sem Seðlabankastjóri hver ráði ferðinni.

Í þessu máli eins og oft áður ræður taumlaus vildarhyggja,þar sem valdboðið er sett í öndvegi og annað látið víkja.Með þetta að leiðarljósi opnast alltaf fyrir ýmis konar geðþóttaákvarðanir,sem vega sífellt að  lýðræðislegum starfsháttum.   


Veðsettar fiskveiðiheimildir til fjölda ára fyrir hundruð miljarða -Hvernig verður þeim úthlutað ?

Eins og kunnugt er dæmdi Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna tveimur íslenskum sjómönnum í vil í máli þeirra gegn ísl.stjónvöldum v/kvótalausra veiða.Flestir Sjálfstæðismenn, sem hafa fjallað um þessa niðustöðu Mannréttindanefndar telja enga ástæðu til að breyta neinu um meðferð fískveiðiheimilda við Ísland.Hver skyldi ástæðan vera önnur en sú ,að sex stærstu útgerðarfélögin í landinu hafa yfir að ráða yfir 60 % veiðiheimilda og eru gegnir og góðir flokksmenn Sjálfstæðis - og Framsóknarfl.

Svo geta menn líka íhugað,hvernig hægt sé að umbreyta úthlutun fiskveiðiheimilda,sem hafa verið veðsettar hjá innlendum og erlendum lánastofnunum fyrir hundruð miljarða til marga ára .Þá er talið um að á annað hundrað miljarðar hafi verið  tekið út úr reksrti útgerðarfyrirtækja og fjármagnað í óskyldum rekstri eða komið fyrir í skattlausum"skúffufyrirtækjum" víðsvegar um heiminn.

Hvar ætla menn að finna sameign þjóðarinnar fiskinn í sjónum ? Honum var öllum af yfirlögðu ráði stolið frá þjóðinni með  ýmsum stjónsýsluaðferðum byggða á röngum"lagaákvæðum ",sem brutu í bága við ótvíræð lagaákvæði um að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar.

Niðurstaða Mannréttindastofnunar SÞ er tilefni til alls herjar uppskurðar á úthlutun fiskveiðiheimilda  við Íslandsstrendur.Öllu  ólögmætu braski  á fiski verði hætt og ríkið úthluti fiskveiðiheimildum eftir landsbyggðum eins og til er ætlast í niðurstöðu  Mannréttindastofnunarinnar.  


Heimsklassa landslið - Spilum um úrslitasæti.

Landliðið okkar er að toppa á hárréttum tíma.Leikurinn í kvöld við Tékka sýndi að vörnin er þétt og markvarslan góð.Þá kom í ljós eins og  reyndar var vitað,að við eigum 5 - 6 skotmenn á heimsmælikvarða.fjölbreytilegur skotstíll þessara manna og hraði er unun á að horfa.

 Þjálfarinn okkar Alfreð er ótrúlega slyngur að útfæra margslungnar leikaðferðir og nýta það besta í hverjum leikmanni.Heimsklassa þjálfari með afburða lið,hversu langt förum við.Í úrslit a.m.k.er spá mín ef allir komast hjá alvarlegum meiðslum. 


Innkaupaferðin algjör fýluferð.

Ætlaði að kaupa mér skíðaklæðnað.Fór í nokkrar sportvöruverslanir.Samfestingar jakkar og buxur voru svo stýfar og þykkar,að við lá að þær stæðu mannlausar.Ætlun mín  að kaupa t.d.samfesting úr þunnu lipru efni eins og ég átti lengi,hafði keypt hann í Stokkhólmi.Maður klæðir sig undir gallan í flís nærfatnað eða prjónaföt eftir því hvernig viðrar hverju sinni.

Það réttlætir ekki að selja svona einhæfan hlífðarfatnað þó veður séu hér oft óblíð.Þá finnst mér skíðafatnaður hér yfirleitt ósmekklegur sé miðað við skíðalönd í Evrópu.Innkaupaferðin varð því algjör fýluferð,en sem betur fer eigum við Íslendingar fleiri valkosti,en þessar "sjálfstandandi flíkur".


Um hundrað ofbeldisverk gegn lögr.á s.l.ári - Þarf hún rafbyssur ?

Tel fulla ástæðu að birta þessa bloggsíðu mína aftur vegna fólgsulegra ofbeldisbrota fimm útlendinga á fjóra lögreglumenn s.l.nótt í miðborginni.Allir lögreglum.hlutu áverka og eru tveir á sjúkrahúsi.Aukin ofbeldisbrot gegn lögreglunni er mjög alvarleg þróun  fyrir fólkið í landinu.Virðing fyrir störfum hennar er grundvöllur þess að hún geti haldið uppi lögum og reglum.Við þekkjum flest í hverju störf hennar er fólgin,þau eru til að vernda þjóðina gegn hvers konar ógn og misrétti,fara á slysavettvang,umferðareftirlit ,fíkniefnaeftirlit ,vinna að björgunar - og forvarnarstörfum og vera hjálpar - og leiðbeinendur fólks á almannafæri.o.fl.

Því miður fjölgar alvarlegum árásum á lögregluna og skemmdum á lögreglubílum.Notkun hnífa og alls konar vopna  virðast færast í vöxt og að margir ráðast saman gegn einum aðila til að skaða hann sem mest.Það eru ekki aðeins lýsingar lögreglunnar á vettvangi,sem sanna ástandið í þessum efnum,líka slysadeild Borgarspítalans, spítalar og heilsugæslustöðar víðsvegar um landið.

Við þessu verður að bregðast við af festu og hjálpa lögreglunni m.a.með að gera enn frekari breytingar á lögum til að herða refsingar fyrir árásir á lögreglu og torvelda henni störf á vettvangi.Ég tel að sá tækjabúnaður,sem hinn almenni lögreglumaður hefur yfir að ráða sé ekki nægjanlegur honum til varnar og til að framfylgja störfum sínum við stjórnlausa og hættulega menn.Að senda fleiri menn á vettvang kostar verulega fjölgun lögreglumanna og aukinn kosnað.Ég tel að lögreglan eigi að hafa allann þann öryggisbúnað ,sem kostur er til að sinna verkefnum sínum.Oftar en ekki er hún að koma fólki til hjálpar undan stjórnlausum fíkniefnaneytendum og ofurölva fólki.Þá verður lögreglan að vera þannig vopnum búin,að hún geti varið sig.Ég tel að lögreglan eigi að fá svonefndar rafbyssur,þær eru í reynd ekki hættulegri en þegar beita þarf þungum kylfuhöggum.Þá eru til margs skonar úðunarefni til að blinda árásarmenn  tímabundið og er það að sjálfsögðu notað ef við á.

Það er ekki gott ástand þegar lögreglumenn segja upp störfum í tugatali,telja starfsöryggi sitt ekki nægjanlegt og einnig vegna lélegra launa.Víkingasveitin leysir ekki þennan vanda nema að litlu leiti enda ekki stofnuð til að sinna þessum þáttum lögreglustarfsins.


Í 50% tilfella stungið af vettvangi v/umferðaróhappa við Kringluna og Smáralind.

Á s.l.tveimur árum hafa orðið 282 umferðaróhöpp við þessar tvær stærstu verslunarmiðstöðvar á Stór - Reykjavíkursvæðinu.Í langflestum tilvikum er ekið á kyrrstæðar bifreiðar.Í 141 tilfelli  eða 50%var ekki tilkynnt um óhöppin og stungið af vettvangi.

Þessar niðurstöður eru með ólíkindum,að annar hvor maður láti sig hverfa til að komast hjá því að bæta viðkomandi aðila tjón og missa bónusinn.Sjálfsagt eru einhver óhöpp,sem menn eru ekki meðfitaðir um,en það skekkir ekki heilarmyndina nema að litlu leiti.

Hér er verkefni að vinna við tryggingafélögin.Heiðarleiki manna virðist ekki vera meiri en þessar tölur sýna.Ég held að bónusinn sé aðal orsakavaldur þessa vandamála og því verði best að fella hann niður.

Mér koma þessar niðurstöður á óvart,nokkrum sinnum hefur verið ekið á mannlausa bifr.mína á bílastæði og ávallt hafa viðkomandi aðilar tilkynnt mér um óhappið.Ég er sýnilega stálheppinn miðað við þessar niðurstöður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband