Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Stjórnleysi í efnahagsmálum þrýstir nú á inngöngu Íslands í ESB.

Í mörg ár hafa andstæðingar ESB með Sjálfstæðisfl.í broddi fylkingar haldið því fram,að innganga í ESB tæki minnst 5 - 10 ár.Nú er búið að upplýsa af fulltr.ESB ,sem nýverið flutti erindi um þessi mál  um samskipti við EFTA ríkin,að það tæki Íslendinga aðeins nokkra mánuði að fá samþykkta inngöngu í bandalagið vegna veru okkar í EFTA.Taldi fulltr.ólíklegt að sjávarútvegsmál okkar við bandalagið yrði neinn þröskuldur í þeim viðræðum,um þau yrðu sérstaklega samið eins og gerts hefði við fjölda ríkja,sem undanfarið hafa fengið inngöngu í ESB.

Hins vegar sagði umræddur ftr.ESB,að við yrðum að koma lagi á efnahagsmál okkar sem samræmdust skilmálum fyrir inngöngu í  ESB.

Í viðtalsþætti á Stöð fyrir nokkru síðan við Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.sagðist hann vera andstæðingur aðildar að bandalaginu og bar mest fyrir bjósti,að Sjálfstæðisfl.myndi klofna ef óskað yrði aðildar að ESB.Það er með öðrum orðum innbyrðis deildur í flokknum,sem koma í vega fyrir að við sækjum um inngöngu.Það er sannarlega slæmt fyrir Samfylkinguna að vera múlbundin í stjórnarsáttmála við íhaldið,að ekki verði sótt um aðild á þessu kjörtímabili.Málið er þó á umræðustigi milli flokkanna,en engar fréttir hafa borist frá þeim umræðum.


Allir útlendingar framvísi sakar - og heilbrigðisvottorði ,sem sækja um atvinnu og dvalarleyfi.

Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir  vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil  og vaxandi umsvif Mafíunnar  er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi  og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum  fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.

Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.

Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að  þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega  innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.

Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.


Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi framvísi sakar - og heilbrigðisvottorðum .

Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir  vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil  og vaxandi umsvif Mafíunnar  er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi  og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum  fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.

Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.

Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að  þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega  innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.

Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.


Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi sýni sakar - og heilbrigðisvottorð.

Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því ekki í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir  vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil  og vaxandi umsvif Mafíunnar  er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi  og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum  fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.

Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.

Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að  þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega  innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.

Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.


Verðtryggingar af íbúðarlánum verði afnumin .

Flestir ungir íbúðarkaupendur taka 80 - 90 % bankalán.Sé t.d.um að ræða 14 -16 milj.kr.lánsupphæð   er hér um að ræða  2 - 3 mil.kr.

Sé miðað við 8 - 10 % verðbólgu eins og nú er hækkar höfuðstóll lánsins um nær eina milj.á ári.Verðbólgan  étur  því upp eign lántakanda á 2 - 3 árum,þó hann hafi greitt bankanum umsamda vexti og afborganir.

Ríkisstjórn,  sem er svo ráðlaus og getulaus að láta svona miskunarlausar og grimmar aðgerðir  ganga yfir þjóðina þó einkanlega ungmenni,sem eru að reyna eignast sína fyrstu íbúð ,ættu að vera búnir  fyrir löngu að leita þjóðarsáttar um úrlausnir .

Maður heyrir alls staðar ungmenni vera að tala um að yfirgefa landið,hér sé ekki hægt að búa,hæstu vextir, verðbólga, og matarverð í allri Evrópu.Auk þess sé krónan okkar handónýt og skuldsettustu heimilin í álfunni.

Megnið af þeim vandamálum ,sem við er að stríða eru heimatilbúin s.s.höfuðóvinurinn verðbólgan.Því legg ég til að verðtryggingin verði afnumin og húsnæðiskosnaðurinn verði tekin út úr neysluvísitölu,sem þarf reyndar að fara í heilarendurskoðun s.s.eldsneyti og ýmsar  neysluvörur.


Þjóðin bíður og bíður,en bráðum upp úr sýður.

Þjóðin bíður og bíður,                                         

en bráðum upp úr sýður.

Á auðhyggjubálið frjálshyggjan fer,

og krónan líka ónýt er.. 

 

Gaman væri að fá fleiri botna.


Er Seðlabankaspáin um 30% verðfall á íbúðum nætu tvö árin hrein fíflhyggja ?

Það er ljóst á þessari spá Seðlabankans,að verðbólgunni á að velta yfir fólkið í landinu. 30 % lækkun á húsnæðisverði á sama tíma og verðbólgan er 10 -15 %  og íbúðarlánin um 7% vexti.Þessi spá Seðlabankans sýnir okkur að honum er stjórnað af mönnum með alls enga fjármálaþekkingu.

Íbúðarlán með innbyggðri verðbólgu er nú um 20%,þau nálgast nú okurvexti yfirdráttarlána bankanna.Húsnæðiskosnaðinn á að taka strax út úr neysluvísitölu og verðtryggingin (verðbólgan ) leggist ekki ofan á höfuðstól  lánanna eins og nú er.Verðtrygging ofan á höfuðstól lána er hvergi viðhöfð í löndum ESB.

Nú er komið að þjóðinni allri að mótmæla,ríkisstjórnin stendur ráðlaus á krossgötum á meðan heimilum í landinu á að blæða út.Einleikur Seðlabankans með hæstu stýrivexti í Evrópu,sem ekki ná neinum tökum á verðbólgunni , með handónýta mynt ,sem fyrirtækin og fólkið í landinu telja ónothæfa.

Marft bendir til að fyrirtækin í landinu taki upp einhliða notkun á evrunni eins og Vilhjálmur Egilsson formaður vinnuveitendasambandsins hefur bent á.Ennþá bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar í þessum málum er þó ýmislegt hægt að gera til úrbóta og slá á verðbólguna og umfram allt að koma fram með skilvirkar tillögur,svo óvissu þjóðarinnar um komandi aðgerðir verði ljósar.


Hugsanir dómsmálaráðhr.um embætti lögregustj.á Suðurnesjum eru fastofnar og óbreytilegar.

Dómsmálaráðhr.talar og skrifar um að embættið hafi verið og sé rekið með  halla.Af hverju hefur hann ekki endurskoðað fjárveitingar til embættisins niður í kjölinn og kannað nákvæmlega aukningu ýmissa verkefna.Við löggæslu koma alltaf upp ófyrirsjánleg verkefni,sem geta breytt fjárhagsáætlunum.Ég hélt að dómsmálaráðhr.hefði mikla reynslu á þessu sviði m.a. við  rekstur embættis Ríkislögreglustj.

Í þessu umrædda máli lögreglustj.Jóhanns R.Benediktssonar bera allir traust til hans ,enda hefur hann sýnt færni dug og þor í sínu starfi.

Björn spyr m.a.á blogsíðu sinni:"Vilja málasvarar óbreytts ástands slíka stjórn á fjármálum opinbers embættis?"Er ekki Birni eðlilegast að ræða þessi ágreiningsmál mál til hlýtar og komast að sanngjarni niðurstöðu við lögreglustj.í stað þess að gefa fyrirmæli um að þrískipta valdsviði embættisins milli fjármála - samgöngu - og dómsmálaráðneytisins.

Ég ætla eins og í síðasta bloggi mínu um þessi mál,biðja þig hæstvirtur dómsmálaráðhr.að gefa þegar í stað fyrirmæli um óbreytt starfsskipulag og auka fjármuni sérstaklega er lýtur að fíkniefnaeftirliti.Mér þykir vænt um þessa stofnun frá fyrri tíð.


Fyrirskipun dómsmálaráðhr.um þrískiptingu valds yfirstjórnar löggæslunnar í flugstöðinni eru alvarleg mistök.

Allt frá því Varnarsamningurinnn var gerður við Bandaríkin 1950 hefur lögreglustjóraembættið á Keflav.flugv.farið með yfirstjórn lögreglu og tollgæslu,en embættið hafði alla tíð á meðan varnarliðið var hér komið undir utanríkisráðuneytið.Eftir að varnarliðið fór voru sýslumannsembættin´á Suðurnesjum sameinuð í eitt embætti og Jóhann R.Benediktsson gerður að lögreglustjóra .

Samstarf milli lögreglu og tollgæslu á flugvellinum hefur alla tíð verið gott og árangusríkt.Hér er um að ræða lögreglu - og öryggisstörf ,tollgæslustörf,öryggisleit vegna brottfararfarþega og vegabréfaskoðun o.fl.Öll þessi löggæslustörf eru skipulögð í flugstöðinni samk.komu - og brottfararflugi til Keflav.flugv.Hér er um eitt heildar öryggis  -og skipulagskerfi að ræða,sem allir löggæslumenn taka þátt í að framkvæma með einum eða öðrum hætti.Yfirstjórnin verður að vera á einni hendi með samstillta liðsheild að baki svo hún virki fljótt og örugglega.Það er oftast ekki hægt að bíða eftir fyrirmælum,atburðirnir ske fyrirvaralaust og ákvarðatökur um aðgerðir á vettvangi verða að koma strax til framkvæmda.

Í skýrslu frá Ríkisendurskoðun á sínum tíma var lögð áhersla á að efla heildarstefnu um land all í fíkniefnamálum til nokkurra ára í tollamálum.Um allt land hefur verið samvinna lögreglu og tollgæslu,en fjárskortur hefur víða hamlað árangri.

Lögreglustjórinn Jóhann R.Benediktsson hefur sinnt sínum störfum af mikilli samviskusemi og sýnt færni,dug og þor þegar á þarf að halda.Starfsmenn embættissins eiga líka skilið miklar þakkir fyrir góð og árangusrík störf,sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.Eins og fram hefur komið  í fréttum standa þeir þétt utan um sinn yfirmann,sem hefur látið að því liggja að hann og reyndar fleiri starfsmenn embættisins muni hætta störfum verði embættið látið koma undir þrjú ráðuneyti þ.e.fjármála -  samgöngu - og dómsmálaráðneytið.

Ég leyfi mér að skora á dómsmálaráðhr. að lýsa formlega yfir óbreyttu skipulagi og jafnframt að leggja til nægt fjármagn til reksturs embættinu.Við eigum alls staðar í landinu að efla löggæsluna,allt bendir til tíðari og alvarlegri afbrota en áður.Fjárveitingavaldið í landinu á ekki að spara fé til löggæslumála. 


Frjálshyggja íhaldsins eins og illkynja mein - kreppulækningar framundan.

Frjáshyggjan , sem átti að rýmka lýðræðið og efla frelsið og verða pólutískur vegvísir þjóðarinnar um ókomna tíð er orðið illkynjaður skaðvaldur,sem stjórnvöld fá ekki lengur ráðið við.Það er eins og skyndilega hafi dökkvi út við sjónadeildarhringinn lags yfir þjóðina.Skaðvaldurinn er þó búinn að vera augljós lengi allt frá því krónunni var ýtt á flot og bankarnir komu skyndilega inn á húsnæðismarkaðinn og spenntu allt húsverð upp úr öllu valdi.Takmarkalaus útrás bankanna og stórfyrirtækja á hagkvæmum erlendum lánakjörum undanfarin ár hleyptu auðhyggjunni lausri og taumlaus græðgin tók við.Það þurfti mikla ósvífni og reyndar einfeldni líka í viðskiptum að  koma þjóðinni í þá bágbornu stöðu sem nú blasir við.

Smásaman gátu fyrirtæki og bankar ekki endurnýjað lausafjárstöðu sína,þar sem skuldatryggingarálag  þeirra var alltof hátt .Engar skýringar eru nú gefnar á hundruðum miljarða hagnaði bankanna og stórfyrirtækja  á undanförnum árum.Var hann kannski aldrei raunverulegur,bara pappírsuppgjör og blekkingar til að hækka söluverðmæti þeirra.

Vonandi kemur ríkissjóður ekki með fjármagn til að bjarga þessum aðilum,fyrr en fram hefur farið nákvæm rannsókn á fjárreiðum þeirra undanfarin ár,sem hlut eiga hér að máli.Reyndar á ríkissjóður ekki nema lítinn hluta þeirra fjármuna,sem þarf til að leysa fjárhagsvanda viðkomandi aðila. Reyndar finnst mér að bankar eins og önnur fyrirtæki eigi að fara á hausinn ef fjárhagslegur grundvöllur þeirra brestur. Fíflhyggja stjórnmálamanna í efnahagsmálum undanfarin ár eru alvörumál,sem þjóðin öll verður látin gjalda með einum eða öðrum hætti.Verðbólgan og verðmætur á húsnæðis - og bílalánum er  öllum augljós,sem og okurlánum banka og síhækkandi verðlags í verslunum og þjónustu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband