Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ákvörðun um hlutafjárkaup ríkisins á Glitni ólögmæt.

Alþingi fer með fjárveitingavaldið,en ekki Seðlabankastjóri né forsætisráðherra.

Glitnir hefur staðist öll álagspróf fjármálaeftirlitins.Manni virðist að hér hafi verið gengið fram af miklu harðræði og vanhugsun og yfirtaka bankans skapi meiri vandræði innan fjármálageirans en þurft hefði að vera.

Enn og aftur er Davíð kominn í aðalhlutverkið og notar Geir til að koma fram sínum áformum.Manni virðist að hér hafi átt sér stað eins konar eignarupptaka í þágu samkeppnisaðila. 


Einelti Davíðs á sér engin takmörk.Nú notar hann Geir til að fanga Jón Ásgeir.

Það verður fróðlegt fyrir þjóðina að fylgjast næstu daga með framvindu Glitnismálsins.Hver fær innmatinn úr bankanum  á spottprís?Hverjir njóta hylli Davíðs kóngs og fær hausa og fætur?Sem gamall sveitamaður nota ég gjarnan svona samlíkingar.

Skyndilegt inngrip Seðalbankans að þvinga fram yfirtöku á Glitni,kom mjög skyndilega.Ekki virðist hafa verið leitað annara lausna t.d.sameiningu banka.Hlutabréfaeigendur um 12 þúsund manns verða fyrir miklu tjóni með þessari aðför,án þess að koma við neinum aðgerðum.Fá aðeins 1 / 8 hluta af verðmætum sinna bréfa.

Mestur er skaði eignahluta Jóns Ásgeirs og fjölskyldu hans,sem er stærsti hluthafi  bankans.þau gætu tapað hátt í hundrað miljarða.Davíð virtist brosa blítt til fréttamanna eftir að ákvörðun hafði verið tekin um yfirtöku Seðlabankans á Glitni.


Lögreglustjórafélagið sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu til dómsmálaráðhr.

Félagið harmar þær illskeyttu og persónulegu árásir,sem Björn Bjarnason hefur orðið að sæta. Hann hafi styrkt lögregluna og  réttarvörslukerfið í embættistíð sinni og hafi átt gott og náið samstarf  við lögreglustjóra landsins.

Þessi yfirlýsing virkar á mig eins og minningargrein,fremur en stuðningsyfirlýsingu.Það er að sjálfsögðu gott að aðdáendur dómsmálaráðhr.láti til sín taka í þessu máli og lýsi jafnframt yfir fyllsta trausti við Ríkislögreglustjóra.Þeir eru þá væntanlega ánægðir með málsmeðferðir og dómniðurstöður í Baugs - og Málverkamálinu o.fl.stórmálum.Hvað um skort á lögreglumönnum í flestum lögsagnarumdæmum landsins,sem lögreglustjórar hafa sáran kvartað yfir.

Stuðningsyfirlýsingin við dómsmálaráðhr.er undirrituð af Ólafi Helga Kjartanssyni,ritara lögreglustjórafélagins,en hann er jafnframt góðvinur ráðherrans.Nú þarf að upplýsa hvort öllum lögreglustjórum í félaginu hafi verið persónulega kynnt stuðningsyfirlýsingin og myndbirtingin,sem fylgdi fréttinni.Það er áríðandi fyrir alla viðkomandi aðila að geta kynnt sér nákvæmlega .það verklag ,sem viðhaft var við undirbúning yfirlýsingarinnar,svo hún njóti trúverðugleika allra sem hlut eiga að máli. Hér er ekki verið að væna ritarann um neinn óheiðarleika,heldur sjálfsagða skýringu á atburðarrás þessa  gjörnings.


Lögreglustjórafélagið sendir frá sér stuðningsyfirlýsingu til dómsmálaráðhr.

Félagið harmar þær illskeyttu og persónulegu árásir,sem Björn Bjarnason hefur orðið að sæta. Hann hafi styrkt lögregluna og  réttarvörslukerfið í embættistíð sinni og hafi átt gott og náið samstarf  við lögreglustjóra landsins.

Þessi yfirlýsing virkar á mig eins og minningargrein,fremur en stuðningsyfirlýsingu.Það er að sjálfsögðu gott að aðdáendur dómsmálaráðhr.láti til sín taka í þessu máli og lýsi jafnframt yfir fyllsta trausti við Ríkislögreglustjóra.Þeir eru þá væntanlega ánægðir með málsmeðferðir og dómniðurstöður í Baugs - og Málverkamálinu o.fl.stórmálum.Hvað um skort á lögreglumönnum í flestum lögsagnarumdæmum landsins,sem lögreglustjórar hafa sáran kvartað yfir.

Stuðningsyfirlýsingin við dómsmálaráðhr.er undirrituð af Ólafi Helga Kjartanssyni,ritara lögreglustjórafélagins,en hann er jafnframt góðvinur ráðherrans.Nú þarf að upplýsa hvort öllum lögreglustjórum í félaginu hafi verið persónulega kynnt stuðningsyfirlýsingin og myndbirtingin,sem fylgdi fréttinni.Það er áríðandi fyrir alla viðkomandi aðila að geta kynnt sér nákvæmlega .það verklag ,sem viðhaft var við undirbúning yfirlýsingarinnar,svo hún njóti trúverðugleika allra sem hlut eiga að máli. Hér er ekki verið að væna ritarann um neinn óheiðarleika,heldur sjálfsagða skýringu á atburðarrás þessa  gjörnings.


mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikja bankarnir krónuna fyrir hvert ársfjórðungslegt uppgjör til að sýna aukinn hagnað ?

Krónan veltur stjórnlaus áfram, fáir hafa tiltrú á henni lengur og þjóðin tapar tugmiljörðum kr. mánaðarlega á veikingu hennar,enda veldur krónan stærstum hluta verðbólgunnar í dag.

Aðilar vinnumarkaðarins,bankar og atvinnufyrirtæki landsins eru allir samstíga um að við verðum að skipta um gjaldmiðil.Hins vegar eru tveir af valdamestu mönnum þjóðarinnar,forsætisráðhr.og víðfrægur Seðlabankastjóri,sem ríghalda í krónuna með hæstu stýrivexti Evrópu  og hafa ekki lagt neina aðgerðaráætlun í efnahagsmálum fyrir þjóðina.Öll þjóðin er búin að bíða mánuðum saman eftir að allir viðkomandi aðilar setjist saman að samningsborði og geri þjóðarsátt.Forsætisráðhr.segir alltaf sömu setninguna: "það er verið að vinna í þessum málum." Seðlabankastjóri ávarpar þjóðina með dæmalausu skítkasti,hann virðist ekki ganga heill til skógar.Þjóðin er í dæmalausri pattstöðu meðan Samfylkingin stendur aðgerðarlaus á hliðarlínunni meðan formaðurinn er á þeysireið vítt um heim að afla þjóðinni fylgis við inngöngu í Öryggiaráð SÞ.

Þegar svona lengi og hart er gengið að kjörum og lífsafkomu þjóðarinnar má búast við að þetta stjórnleysi leiði til sterkra mótaðgerða,sem hin úrræðalausa ríkisstjórn ræður engan veginn við.Ýmsar blikur eru nú þegar á lofti m.a.í komandi launasamningum við BSRB og félaga innan ASÍ.Persónulega finnst  mér Sjálfstæðisfl.ekki lengur samstarfshæfur í ríkisstjórn og nú hafa aðgerðir dómsmálaráðhr.gegn lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyllt endanlega mælirinn.

 


Það setur að manni nábít og böggul fyrir brjósti að hlusta á dómsmálaráðhr.

Ein af megin skýringum ráðherrans að auglýsa lögreglustjóraembættið til umsóknar á Suðurnesjum er að þrískipta embættinu,það komi þá undir fjármála - samgöngu - og dómsmálaráðuneytið.Áður eða allt frá því að varnarsamningurinn var gerður við Bandaríkin l950 kom öll starfsemi á Keflav.flugv.og öðrum varnarsvæðum undir utanríkisráðneytið og var Þannig allt til þess tíma að varnarliðið fór af landi brott.Jóhann R.Benediktsson gegndi síðan sýslumannsembætti á flugvellinum,þar til embættið  sameinaðist löggæslunni í Suðurnesjum,þá var hann skipaður lögreglustjóri.

Dómsmálaráðhr.hefur ítrekað talað um fjármálaóreiðu hjá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum ,án þess að tilgreina sérstaklega í hverju hún var fólgin.Hann hefur hins vegar ekki  tilgreint neina fjármálaóreiðu hjá  Ríkislögreglustjóraembættinu þó það  hafi  sexfaldað reksturkosnað sinn á 5 árum.

Hvernig ætlar dómsmálaráðhr.að spara fjármuni með því að þrískipta embættinu?Reglan er almennt sú að fækka embættum til að spara fjármuni. Þetta virðist hins vegar gert undir því yfirskyni að losna við Jóhann.Þetta er kallað að ranghverfa málefnum og blekkja fólk.Það er afar slæmt þegar menn halda fram skoðunum gegn betri vitund.


Sjálfstæðisfl.hefur allt frá 1950 reynt að gera landið að einu lögsagnarumdæmi

Fyrst var það í tíð Sigurjóns Sigurðssonar  lögreglustjóra í Reykjavík,að unnið var leynt að því undir forustu nokkra  Sjálfstæðisflokksmanna,að gera landið að einu lögsagnarumdæmi.Átti Sigurjón að verða lögreglustjórinn yfir öllu Íslandi.Mér var kunngt um þessar umræður og það skipulag sem átti að viðhafa til að ná þessu marki.Framsóknar - og Alþýðufl.stóðu eindregið gegn þessum áformum,þeir vildu halda völdum sýslumanna á landsvísu.Áform Sjálfstæðisfl.náðu því ekki fram,en ýms hrossakaup voru viðhöfð milli Framsóknar - og Sjáfstæðisfl.um skipan í æðstu embætti innan löggæslu og dómsmála áratugum saman.

Það má segja að næsta atrenna Sjálfstæðisfl.á þessum vettvangi hafi verið gerð með skipan Ríkislögreglustjóraembættisins,sem fer nú með æðstu skipan ýmissa sérsviða lögreglunnar,en hefur þó ekki beint boðsvald yfir lögreglustjórum,en getur fengið það samk.ráðherradómi.Unnið er stöðugt að fækkun lögsagnaumdæma og virðist það ætlun núverandi dómsmálaráðhr.eins og föður hans á sínum tíma að gera landið að einu lögsagnarumdæmi.Nú er það ríkislögreglustj.undir forustu dómsmálaráðhr.sem stendur fyrir þessari breytingu.

Að mínu mati má þetta ekki gerast,hér er höggvið að rótum lýðræðisins,að sami flokkur geti stjórnsýslulega ráðið ferðinni í löggæslumálum og ráðið jafnframt sína flokksmenn í allar helstu ábyrgðarstöður þ.m.Hæstarétt.Þessar aðgerðir Björns Bjarnasonar hafa gengið fljótt fyrir sig með fulltingi flokksbræðra sinna og Ríkislögreglustjóra.Sú andstaða sem lögreglustjórinn í  Reykjavík og á Suðurnesjum hafa sýnt gegn þessum yfirgangi  dómsmálaráðhr.er lofsverð .Þeir hafa bent á veigamiklar breytingar,sem gera þarf á skipulagi löggæslunnar einkanlega þó Ríkislögreglustjóraembættinu.til að ná fram virkari nýtingu og betri árangri hinna ýmsu starfsgreina lögreglunnar.Samfylkingin ásamt flokkum stjórnarandstöðunnar eiga að' fylkja liði með aðgerðaráætlun lögreglustjóranna Stefáns og Jóhanns að leiðarljósi og jafnfram að sett verði ný löggjöf um  starfsemi Ríkislögreglustjóraembættisins,sem hefur sexfaldast frá 1998  - 2005 á meðan hin almenna löggæsla hefur bara tvöfaldast frá 1997 - 2006 samkvæmt stjórnsýsluútekt  Ríkisendurskoðunar.

Það mikla stjórnskipulega vald sem dómsmálaráðhr.hefur nú á að takmarka og skilgreina  betur en nú er gert í lögum.Við erum herlaus þjóð og verðum því að leggja allt okkar traust á lögregluna ef upp koma stórfeld vandamál hér innanlands,sem flokkast undir innanríkismál.Þá situr okkar eina lögboðna yfirvald Björn Bjarnason,dómsmálaráðhr.í stjórnklefanum með völdu liði flokksbræðra sinna og stýrir aðgerðum.Slíkar stjórnunaraðgerðir hugnast okkur ekki,enda eiga þær litla sem enga samleið með lýðræðisríkjum.


Hef skömm og fyrirlitningu á lýðskrumunum,sem gera aðför að krónunni sagði Davíð Oddsson.

Þeir sem ekki hafa tiltrú lengur á krónunni eru að mati Seðlabankastj.lýðskrumarar sem hann hafi skömm og fyrirlitningu á.Þetta kom fram í viðtali við Davíð í ríkisstjónvarpinu í kvöld.

Þannig ávarpar Davíð Oddsson meirihluta þjóðarinnar,sem hefur í skoðanakönnunum staðfest,að hún vilji fá traustan gjaldmiðil eins og evruna..Þá hafa m.a.aðilar vinnumarkaðarins,fyrirtæki og bankar marg ítrekað að krónan sé ekki lengur nothæfur gjaldmiðill.Sem betur fer tekur þjóðin harla lítið mark á svona ummælum,þau sanna aðeins hvaða mann Seðlabankastjóri hefur að geyma.

Þjóðin getur dregið ýmsa lærdóma af svona ummælum.Það virðist þurfa mikla ósvífni og reyndar einfeldni líka að viðhafa svona orð. Á hvaða vegferð er þjóðin með svona skipstjóra í brúnni ?


Veikingar krónunnar eru að mestu innanlands vandamál - Forðist blekkinar forsætisráðhr.

Forsætisráðhr.er sífellt að kenna lækkun krónunnar vegna fjármálaspennu á heimsmarkaði.Þetta er bara bull og blekking.Af hverju breytast  myntir erlendis sáralítið á sama tíma og krónan hefur lækkað hér yfir 40 % og verðbólgan er hér þrefalt hærri og vextir  um tvöfalt hærri en meðaltals verðbólga og vextir ESB ríkja.

Krónan okkar er aðalsökudólgur verðbólgunnar og verðlags hér.Það þýðir ekkert fyrir forsætisráðhr.að kenna hinni erlendu fjármálaólgu um ástandið hér. Erlend fyrirtæki vilja eðlilega ekki fjárfesta neitt hér,þar sem krónan  kemur við sögu og við Íslendingar getum ekki nýtt okkur krónuna okkar erlendis.Þá hafa bankarnir eins og kunnugt er mjög takmarkaðan aðgang að erlendu fé  á hagstæðum  lánakjörum,þeir eru rúnir trausti.Úrræða - og dugleysi forsætisráðhr.að leysa fjármálakreppu þjóðarinnar kemur daglega við peningamál fjölskyldna í landinu,engin aðgerðaráætlun hefur enn komið frá ríkisstjórninni.

Við þurfum starx að  leita hófanna með  nýja mynt ,það er ekki hægt að velta fjármálum þóðarinnar lengur stjórnlaust á undan sér. Á sama tíma og þetta ástand gengur yfir þjóðina er utanríkisráðhr.í heimsreisu að fá stuðning þjóða fyrir inngöngu Íslands í Öryggisráð SÞ. 


Miðlunartillaga sáttasemjara algjört neyðartilfelli - Eru læknar næstir í röðinni.

Það var talið fullreynd af sáttasemjara að lausn væri ekki fyrirséð í deilunni með áframhaldandi viðræðum því hafi verið gripið til þessa neyðarúrræðis.Hann hafi aðeins einu sinni á sínum ferli gripið til svona úrræðis,það var í kjaradeiliu grunnskólakennara 2004.

Vonandi verður tillagan samþykkt af báðum aðilum.Hins vegar má ætla að læknar sætti sig ekki við lægri byrjunmarlauns en ljósmæður,en kjaramál læknafélagsins  verða rædd um aðra helgi.Þeir telja sig hafa orðið fyrir mikilli kaupmáttarrýrnun og því má búast við hörðum kjaradeilum áfram.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband